Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 08. mars 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kom heim úr æfingaferð um síðustu helgi og er búið með tvo leiki af fjórum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið þá báða, 5-1 gegn FH og svo 2-0 gegn Leikni í kvöld.

„Það er gott að komast í alvöru fótboltaleiki," sagði Hermann Hreiðarsson við Fótbolta.net eftir sigurinn í Breiðholti í kvöld. Sigurinn gegn FH á sunnudaginn vakti athygli. Hvernig stóð á því að Eyjamenn rúlluðu yfir Hafnfirðinga?

„Við hittum á góðan dag. FH er með hörkulið en það er stutt á milli í fótbolta. Það var kraftur í okkur og menn voru hungraðir í að spila."

Pressan hefur verið að virka vel hjá ÍBV í þessum tveimur leikjum.

„Það hefur verið í forgangi hjá okkur að vinna í henni, það hefur gengið ágætlega. Það er mikill kraftur og orka sem fer í það og menn verða að vera í standi."

Slóvenski miðjumaðurinn Filip Valencic, 31 árs, skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Hann gekk í raðir Eyjamanna í vetur.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," segir Hermann.

Hann var hæstánægður með æfingaferðina en segir liðið ekki vera með neitt opinbert markmið. Liðið sé þó á mun betri stað en fyrir ári síðan en á síðasta tímabili þurftu Eyjamenn að bíða lengi eftir fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár."
Athugasemdir
banner