Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 08. mars 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kom heim úr æfingaferð um síðustu helgi og er búið með tvo leiki af fjórum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið þá báða, 5-1 gegn FH og svo 2-0 gegn Leikni í kvöld.

„Það er gott að komast í alvöru fótboltaleiki," sagði Hermann Hreiðarsson við Fótbolta.net eftir sigurinn í Breiðholti í kvöld. Sigurinn gegn FH á sunnudaginn vakti athygli. Hvernig stóð á því að Eyjamenn rúlluðu yfir Hafnfirðinga?

„Við hittum á góðan dag. FH er með hörkulið en það er stutt á milli í fótbolta. Það var kraftur í okkur og menn voru hungraðir í að spila."

Pressan hefur verið að virka vel hjá ÍBV í þessum tveimur leikjum.

„Það hefur verið í forgangi hjá okkur að vinna í henni, það hefur gengið ágætlega. Það er mikill kraftur og orka sem fer í það og menn verða að vera í standi."

Slóvenski miðjumaðurinn Filip Valencic, 31 árs, skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Hann gekk í raðir Eyjamanna í vetur.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," segir Hermann.

Hann var hæstánægður með æfingaferðina en segir liðið ekki vera með neitt opinbert markmið. Liðið sé þó á mun betri stað en fyrir ári síðan en á síðasta tímabili þurftu Eyjamenn að bíða lengi eftir fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár."
Athugasemdir
banner