Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
banner
   mán 08. maí 2017 20:25
Daníel Geir Moritz
Hallgrímur Mar: Ég er svo lágvaxinn að ég sá hann ekki fara inn
KA stal stigi í Kaplakrika
Grímsi var frábær í kvöld
Grímsi var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar var ánægður eftir leik KA og FH þótt hann hefði viljað þrjú stig miðað við gang leiksins. KA tryggði sér stig í blálokin með skallamarki Ásgeirs Sigurgeirssonar og lokatölur 2-2.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KA

Hallgrímur skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar hann kom KA í 0-1. „Þetta var aukaspyrna úti á kannti og maður er búinn að æfa þetta nokkrum sinnum og loksins kom að því að þetta fór inn. Ég sá hann eiginlega ekkert fara inn. Ekki fyrr en hann var kominn í netið. Ég sá ekkert fyrir veggnum, ég er svo lágvaxinn.“

Byrjun KA á mótinu er gríðarlega sterk en liðið er með 4 stig eftir útileiki gegn Breiðablik og FH. „Við erum með hörku lið og búnir að undirbúa þetta vel. Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið og teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er á okkar degi,“ sagði Hallgrímur sem var einnig gríðarlega ánægður með fólkið sitt í stúkunni, eins og sjá má í viðtalinu.

Athugasemdir
banner
banner