Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 08. maí 2017 20:25
Daníel Geir Moritz
Hallgrímur Mar: Ég er svo lágvaxinn að ég sá hann ekki fara inn
KA stal stigi í Kaplakrika
Grímsi var frábær í kvöld
Grímsi var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar var ánægður eftir leik KA og FH þótt hann hefði viljað þrjú stig miðað við gang leiksins. KA tryggði sér stig í blálokin með skallamarki Ásgeirs Sigurgeirssonar og lokatölur 2-2.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KA

Hallgrímur skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar hann kom KA í 0-1. „Þetta var aukaspyrna úti á kannti og maður er búinn að æfa þetta nokkrum sinnum og loksins kom að því að þetta fór inn. Ég sá hann eiginlega ekkert fara inn. Ekki fyrr en hann var kominn í netið. Ég sá ekkert fyrir veggnum, ég er svo lágvaxinn.“

Byrjun KA á mótinu er gríðarlega sterk en liðið er með 4 stig eftir útileiki gegn Breiðablik og FH. „Við erum með hörku lið og búnir að undirbúa þetta vel. Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið og teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er á okkar degi,“ sagði Hallgrímur sem var einnig gríðarlega ánægður með fólkið sitt í stúkunni, eins og sjá má í viðtalinu.

Athugasemdir
banner