Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ástbjörn: Mig hefur alltaf langað til að vinna aftur með honum
'Ég hlakka gríðarlega til að fá að fara í hana aftur'
'Ég hlakka gríðarlega til að fá að fara í hana aftur'
Mynd: KR
'Það er mjög gott að vera kominn aftur og að hann sé líka kominn aftur'
'Það er mjög gott að vera kominn aftur og að hann sé líka kominn aftur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti virkilega gott tímabil með Keflavík 2021 og vakti verðskuldaða athygli.
Átti virkilega gott tímabil með Keflavík 2021 og vakti verðskuldaða athygli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður var ungur og metnaðarfullur og manni fannst maður alltaf betri en einhver sem var að spila'
'Maður var ungur og metnaðarfullur og manni fannst maður alltaf betri en einhver sem var að spila'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék með KR tímabilin 2016-2019.
Lék með KR tímabilin 2016-2019.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið gegn breiðabliki.
Skoraði sigurmarkið gegn breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Marki fagnað í Kórnum.
Marki fagnað í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákvað að taka slaginn með FH tímabilið 2023 í stað þess að fara annað.
Ákvað að taka slaginn með FH tímabilið 2023 í stað þess að fara annað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitunum 2022.
Úr bikarúrslitunum 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagði við Heimi og Davíð að hann ætlaði að berjast fyrir sínu sæti.
Sagði við Heimi og Davíð að hann ætlaði að berjast fyrir sínu sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Ástbjörn Þórðarson var á þriðjudag tilkynntur sem nýr leikmaður KR. Hann og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson héldu heim í Vesturbæinn og Kristján Flóki Finnbogason fór í hina áttina - hélt heim í Hafnarfjörð.

Hægri bakvörðurinn Ástbjörn glímir við meiðsli sem stendur, er á leið í myndatöku á morgun og vonast hann til þess að geta farið að æfa í næstu viku.

KR á leik gegn HK í Kórnum í kvöld. „Ég er spenntur að sjá strákana spila. Ég mun mæta og vera stuðningur fyrir hina, maður reynir að vera peppandi og stuðningur þegar maður er ekki að spila," segir Ástbjörn.

Hann er á batavegi en fer í myndatöku til að komast að því nákvæmlega á hvaða stigi meiðslin eru.

„Ég vonast til að geta farið að æfa í næstu viku. Ég er byrjaður að hlaupa og get alveg skokkað án þess að finna mikið til. Þetta gerðist í leiknum á móti HK, þurfti að fara út af rétt fyrir hálfleik eftir tæklingu í fyrsta markinu þeirra."

Æðislegt að vera kominn aftur í KR
Ástbjörn yfirgaf Vesturbæinn eftir tímabilið 2020, átti mjög gott ár með Keflavík og var svo keyptur í FH fyrir tímabilið 2022.

„Það er æðislegt að vera kominn aftur í uppeldisfélagið. Það er mjög góð tilfinning, maður þekkir allt hérna."

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið nálægt því að koma aftur í KR frá því að ég fór. Það var eitthvað talað um það í vetur, en ég las það reyndar bara hjá ykkur á Fótbolti.net. Ég veit ekki hvað var til í því. Ég myndi ekki segja að ég hafi verið nálægt því að koma aftur fyrr en núna."

Mikið stolt að fara aftur í röndóttu treyjuna
Ástbjörn varð strax spenntur þegar uppeldisfélagið hafði samband.

„Það er alltaf gott að það sé áhugi fyrir manni og sérstaklega gaman þegar um uppeldisfélagið er að ræða. FH er líka gott félag og á góðum stað, þannig mér fannst þetta ekkert auðveld ákvörðun þannig. Það voru hlutir sem maður þurfti að hugsa; hugsa hvað væri best fyrir mig. Það kitlaði mikið að fara í uppeldisfélagið og ég er ánægður að með þá ákvörðun að semja við KR."

„Það er geggjað, mikið stolt sem fylgir því að fara aftur í röndóttu treyjuna. Ég hlakka gríðarlega til að fá að fara í hana aftur. Það verður virkilega skemmtilegt og mikið stolt sem tengist því."


Smá óvissa
Ástbjörn var spurður út í félagaskiptin, hvernig leit þetta allt saman út frá honum séð?

„Það var alveg smá óvissa. Ég heyrði fyrst um þennan skiptidíl hjá ykkur (Fótbolti.net). Síðan fór eitthvað ferli af stað og það var smá óvissa. Þetta tók smá tíma. Það var gott að þetta kláraðist."

„Ég var búinn að skrifa undir samning við KR um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið. Þá skilur maður að FH vilji kannski fá eitthvað í stað þess að missa mig frítt eftir einhvern tíma. Það var bara samtal milli félaganna, KR og FH. Ég var bara 100% hjá FH, klár í það dæmi. Ég var klár í að klára verkefnið með FH; að ná þessu Evrópusæti og jafnvel blanda okkur í einhverja baráttu þar fyrir ofan. Sömuleiðis, þegar það var ljóst að þetta var að komast í gegn, þá var ég 100% klár í að fara í þetta verkefni sem er í gangi í KR og get ekki beðið eftir að byrja á því verkefni."


Hann kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokks leik árið 2016, lék átta leiki 2017, fór til Ólafsvíkur á Akranes á láni 2018, lék fjóra deildarleiki með KR 2019 áður en hann fór til Gróttu og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. Hann var svo aftur á láni hjá Gróttu sumarið 2020.

„Langaði svo gríðarlega mikið að spila fyrir KR"
Ástbjörn var spurður út í tækifærin með meistaraflokki KR. Fannst þér að þú hefðir átt að fá að spila meira?

„Já, auðvitað. Maður var ungur og metnaðarfullur og manni fannst maður alltaf betri en einhver sem var að spila. Þegar maður lítur til baka þá er kannski erfitt að segja. Rétt áður en ég fer er Kennie farinn að spila bakvörðinn, Kennie er ógeðslega góður leikmaður. Rúnar var eitthvað að reyna færa mig upp á kantinn áður en ég fór. Þar voru leikmenn eins og Óskar Örn og Atli Sig. Maður var því alltaf í baráttu við alvöru leikmenn."

„Auðvitað fannst manni spiltíminn vera lítill og langaði alltaf að spila meira, fannst þetta stundum ósanngjarnt. Það var líka af því manni langaði svo gríðarlega mikið að spila fyrir KR. Það hefði kannski verið einhver leið að gefa manni einhverjar mínútur í viðbót, en svo er það alltaf þjálfarinn sem velur liðið og hverjir spila. Það er ekkert hægt að vera pirraður út í félagið með það og ekki heldur þjálfarinn. Hann bara velur liðið sem hann heldur að vinni næsta leik. Maður á ekkert að vera langrækinn út af einhverju slíku."


Ertu öðruvísi týpa af leikmanni heldur en þú varst þegar þú fórst frá KR?

„Ég myndi ekki segja að ég sé allt öðruvísi týpa, maður hefur auðvitað þroskast sem leikmaður, ég var aðeins villtari og hrárri þegar ég fór. Mig vantaði aðeins reynslu og mínútur í efstu deild. Það gerði mjög gott að komast eitthvert annað þar sem ég fékk að spila og var metinn fyrir það sem ég gerði. Ég er reynslumeiri og kannski aðeins fínpússaðri."

Frábær félag og æðislegur tími
Ástbjörn var í tvö og hálft tímabil með FH og upplifði erfiða á sínu fyrsta tímabili en síðasta eina og hálfa árið hefur gengi FH verið betra.

„Í heildina var þetta æðislegur tími. Þetta hefur verið upp og niður. Fyrsta tímabilið gekk helvíti brösuglega en við komumst nú samt í bikarúrslitaleik sem við töpuðum á endanum. Það tímabil var frekar súrt, en maður lærði helling af því að vera í svona miklu mótlæti og þurfa að takast á við það."

„Undanfarið eitt og hálft ár hefur svo verið mjög gott. FH er frábært félag, góðir vinir sem ég eignaðist og gott fólk í kringum félagið. Ég á bara góða hluti að segja um FH og tíma minn þar. Allir þjálfararnir sem ég hef verið með hafa verið mjög góðir og hjálpað mér mikið."


Bjó meira í honum en hann sýndi 2022
2022 tímabilið var mjög erfitt hjá FH. Liðið var nálægt því að falla og Ástbjörn var nýr leikmaður hjá félaginu, var keyptur á nokkrar milljónir (5-6) og var umtalað að verðmiðinn þótti hár.

„Ég fann ekki fyrir pressu út af því. Það er erfitt að segja eftir á, en það er erfitt þegar liðinu gengur illa. Liðið í heild sinni var ekki að standa sig og það var erfitt fyrir okkur alla. Ég fann ekki fyrri mikilli pressu. Ég er meðvitaður um að ég stóð mig ekkert sérstaklega þetta tímabil, eins og allt liðið, vissi að ég gæti betur og mér finnst ég hafa sýnt það síðasta eitt og hálfa tímabilið að það bjó meira í mér en ég sýndi þá. Liðið sýndi líka að það bjó miklu meira í því."

„Það gekk mikið á, bæði innan vallar og utan vallar, sem kannski hafði áhrif hjá liðinu. Það var mikið í gangi."

   26.02.2022 23:52
Fá 5-6 milljónir fyrir leikmann sem er að verða samningslaus

Fannstu fyrir umtali út af verðmiðanum, fannst þér þetta óþægilegt?

„Það var alveg verið að skjóta á mig með þetta, að maður væri dýr. Ég veit ekki hvort það hafi haft einhver áhrif á mann í undirmeðvitundinni, en ég reyndi allavega að láta þetta sem minnst á mig fá. Mér finnst ég hafa tekist á við það ágætlega. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað bitnað á frammistöðunni hjá mér, það er erfitt að segja af því að liðinu gekk svo illa. Ég reyndi allavega að láta þetta hafa sem minnst áhrif á mig."

Vildi frekar taka slaginn en fara á láni
Fyrir tímabilið 2023 var Ástbjörn orðaður í burtu frá FH.

„Fyrir mér var engin spurning um hvort ég yrði áfram. Lok tímabilsins 2022 spilaði ég í gegnum beinmar í ristinni, spilaði þannig í tvo mánuði. Það gerði það að verkum að ég var frá í þrjá mánuði eftir tímabilið 2022. Heimir kom inn og hann kannski hafði ekkert séð mig mikið, ég var alveg frá fyrir áramót og fyrir honum var ég kannski dálítið eftir á í öllu ferlinu. Þegar ég er svo að komast af stað lendi ég í því að bátsbeinið brotnar. Þá var stutt í tímabilið."

„Það kom eitthvað upp um mögulegt lán, en ég sagði bara strax nei. Ég taldi mig alveg nógu góðan til að spila í þessu liði og sagði það við þjálfarana og Davíð að ég vildi vera áfram og berjast fyrir mínu sæti. Ég endaði svo á því að spila flesta af leikjunum."


Önnur lið sýnt að hægt sé að snúa genginu við
KR er í fallbaráttu sem stendur. Ástbjörn var spurður hvort hann væri vongóður um að liðinu tækist að snúa genginu við.

„Já, það er auðvitað markmiðið, en ég held það sé nauðsynlegt að taka bara einn leik í einu þegar staðan er svona, það má ekki hugsa of langt fram í tímann."

„Auðvitað er erfitt að snúa gengi við, ég þekki það sjálfur eftir 2022, það er ekki auðvelt. KR er með fullt af góðum leikmönnum og gott teymi í kringum liðið. Ég held það sé bara tímaspursmál þangað til að þetta snýst við. Það hafa önnur lið í deildinni sýnt á þessu tímabili að það er alveg hægt að snúa genginu við."


Skapar ákveðna stemningu í kringum félagið
Ástbjörn og Gyrðir eru fæddir árið 1999. Hjalti Sigurðsson er búinn að semja við KR en hann er fæddur árið 2000. Stefán Árni Geirsson er fæddur árið 2000 og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Atli Hrafn Andrason, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Óliver Dagur Thorlacius hafa allir verið orðaðir við heimkomu í KR.
   08.08.2024 13:33
KR hefur gert tilboð í Guðmund Andra

„Auðvitað finnst mér þetta mjög skemmtilegt. Allir þessir strákar eru einir af mínum bestu vinum og frábærir strákar. Ég held það sé mjög gott og skapar ákveðna stemningu í kringum félagið að það sé verið að búa til smá kjarna af uppöldum strákum sem er bara jákvætt. Ég held það sé mikilvægt í öllum liðum að það sé einhver kjarni sem er uppalinn," segir Ástbjörn.

Alltaf langað að vinna aftur með honum
Hjá KR hittir hann fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson sem var þjálfari hans í 2. flokki KR og hjá Gróttu tímabilið 2019.

„Það er bara geggjað að hitta hann aftur. Ég þekki hann vel eftir yngri flokkana í KR og svo hjá Gróttu. Óskar er geggjaður þjálfari og geggjaður karakter. Mig hefur alltaf langað til að vinna aftur með honum frá því að ég vann með honum á sínum tíma. Það er mjög gott að vera kominn aftur og að hann sé líka kominn aftur," segir Ástbjörn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner