Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 08. október 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli á næsta föstudag og mánudag.

„Þetta hefur verið draumur frá því maður var lítill. Það er gaman að vera kominn hingað," sagði Brynjólfur þegar hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég var bara á æfingasvæðinu í Groningen þegar ég fékk símtal frá Davíð Snorra (aðstoðarþjálfara landsliðsins). Auðvitað hefur maður hugsað um þetta en ég hef verið einbeittur fyrst og fremst á að standa mig hjá mínu félagi. Þegar maður er að sterkari deild og er að gera vel, þá eykur það líkurnar á að vera hér."

Það voru sögur um að Brynjólfur hafi næstum því verið kallaður inn í hópinn fyrir Tyrklandsleikinn, seinni leikinn í síðasta verkefni. Þjálfararnir hafa verið að fylgjast vel með honum eftir að hann stóð sig vel í æfingaferð í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

„Það voru einhverjar líkur á því (að hann yrði kallaður upp í síðasta verkefni) en það gekk ekki alveg upp. Það var gaman að heyra, þá vissi ég að væri nálægt þessu. Í kjölfarið skora ég tvö og held áfram að byggja ofan á það."

„Verkefnið í Bandaríkjunum var mjög vel heppnað fyrir mig og liðið. Þegar maður fer þarna inn þá reynir maður að sýna sig eins og maður getur. Þá þekkir þjálfarinn mann betur því maður er ekki oft í verkefnum. Ég náði að stimpla mig ágætlega inn þar," segir Brynjólfur en hann er í hópnum með bróður sínum, Willum.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur."

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna," segir Brynjólfur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner