Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 08. október 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Spilaði tvo leiki í janúar í æfingaferð í Bandaríkjunum og stóð sig vel þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli á næsta föstudag og mánudag.

„Þetta hefur verið draumur frá því maður var lítill. Það er gaman að vera kominn hingað," sagði Brynjólfur þegar hann ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

„Ég var bara á æfingasvæðinu í Groningen þegar ég fékk símtal frá Davíð Snorra (aðstoðarþjálfara landsliðsins). Auðvitað hefur maður hugsað um þetta en ég hef verið einbeittur fyrst og fremst á að standa mig hjá mínu félagi. Þegar maður er að sterkari deild og er að gera vel, þá eykur það líkurnar á að vera hér."

Það voru sögur um að Brynjólfur hafi næstum því verið kallaður inn í hópinn fyrir Tyrklandsleikinn, seinni leikinn í síðasta verkefni. Þjálfararnir hafa verið að fylgjast vel með honum eftir að hann stóð sig vel í æfingaferð í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

„Það voru einhverjar líkur á því (að hann yrði kallaður upp í síðasta verkefni) en það gekk ekki alveg upp. Það var gaman að heyra, þá vissi ég að væri nálægt þessu. Í kjölfarið skora ég tvö og held áfram að byggja ofan á það."

„Verkefnið í Bandaríkjunum var mjög vel heppnað fyrir mig og liðið. Þegar maður fer þarna inn þá reynir maður að sýna sig eins og maður getur. Þá þekkir þjálfarinn mann betur því maður er ekki oft í verkefnum. Ég náði að stimpla mig ágætlega inn þar," segir Brynjólfur en hann er í hópnum með bróður sínum, Willum.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur."

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna," segir Brynjólfur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner