Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 08. nóvember 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Allt það helsta af fréttamannafundi Klopp fyrir stórleikinn
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. Klopp fór um víðan völl eins og sjá má hér.

Um meiðsli leikmanna
Joel Matip, Xherdan Shaqiri og Nathaniel Clyne eru áfram á meiðslalistanum. Jordan Henderson er klár eftir veikindi og Virgil van Dijk er í góðu lagi þrátt fyrir að hafa meiðst smávægilega á dögunum.

Um topplaginn
„Þú getur ekki gert leiki stærri en þeir eru. Þetta er mjög mikilvægur leikur, stór leikur, tvö mjög góð lið, á Anfield sem er mjög töff, flóðljós, mjög töff. Allt er til staðar fyrir góðan fótboltaleik."

Um baráttuna við Manchester City
„Frá íþróttalegu sjónarhorni er rígurinn að verða meiri og meiri. Man City er frekar gott fótboltalið sem þýðir að það er rígur. Guði sé lof að það sé rígur því það þýðir að við erum ekki á slæmum stað."

Um Raheem Sterling
„Hann er alltaf mjög ógnandi og hann er alltaf að bæta sig. Í morgun sá ég mark sem hann skoraði gegn Man City þegar hann var hér og það var ekki slæmt. Hann var strax orðinn mjög hæfileikaríkur þá. Hann er framúrskarandi og að bæta sig ennþá."

Um Pep Guardiola
„Ég gæti ekki sýnt honum meiri virðingu. Að mínu mati er hann besti stjóri í heimi. Hvar sem hann hefur komið hefur hann haft mikil áhrif á lið sín."

Um árásina á rútu Manchester City árið 2018
„Ef einhver hjá Man City hefur ennþá áhyggjur þá er það okkar sök. Við hentum ekki öll flösku en það var einn af okkur. Við þurfum öll að passa upp á að eitthvað svona gerist aldrei aftur."

Sjá einnig
Klopp: Náunginn í pylsusölunni þarf líka að eiga sinn besta leik
Klopp vill hitta Cox - Árásin lágpunktur á ferlinum hjá Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner