Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. júní 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham tókst ekki að sannfæra Conte - „Nei takk"
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hætti með Inter eftir að hafa unnið deildina á Ítalíu en hann var í viðræðum við enska félagið Tottenham Hotspur áður en þær viðræður sigldu í strand. Hann spjallaði við Gazzetta dello Sport um næstu skref ferilsins.

Tottenham mun á næstu dögum tilkynna Fabio Paratici sem næsta yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu en hann hefur verið án starfs síðan samningur hans við Juventus rann úr gildi á dögunum.

Paratici og Conte unnu saman hjá Juventus og var það samstarf afar árangursríkt en það var unnið að því að fá Conte einnig til Tottenham.

Samningaviðræðurnar voru erfiðar og ákvað Tottenham að slíta viðræðunum þar sem kröfur Conte voru óraunhæfar en Conte gefur í skyn að þetta hafi ekki verið rétta skrefið.

„Ég er ekki með einhverja þráhyggju fyrir peningum. Ég skoða verkefnin og er meira en tilbúinn í að vera áfram heima ef þau sannfæra mig ekki. Ég er hrifinn af erfiðum áskorunum og ef það er eitthvað við félagið sem nær ekki að sannfæra mig þá vil ég heldur segja nei takk!" sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner