Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   lau 10. júní 2023 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýðir ekki að vera með samsæriskenningar - „Vantar bara gæði"
Lengjudeildin
watermark Þjálfarar Þórsara.
Þjálfarar Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
watermark Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn
Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
watermark  Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram
Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þróttararnir fengu ekki mörg færi en þeir voru bara mjög clinical og gerðu þetta mjög vel. Við vorum ekki nógu góðir, náðum tökum á spilinu í seinni hálfleik en upp á teig þá vantaði gæði. Þeir voru beinskeyttir og kláruðu sína hluti fagmannlega fannst mér. Það fannst mér munurinn á liðunum," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Þrótti á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

Þróttarar þéttu raðirnar eftir töp í síðustu leikjum og léku með þrjá miðverði í leiknum í dag.

„Það kom mér aðeins á óvart að þeir fóru í þriggja manna vörn, tók okkur smá tíma að átta okkur á því. Það var óþarfi að láta þetta fara í 3-0, þetta var jafn leikur og ekki gott að láta hjartsláttinn fara upp þrisvar sinnum."

Sjokk að missa Akseli út
„Það er fullt af hlutum sem við getum bætt, enn einu sinni missum við leikmann út af í fyrri hálfleik, þriðja höfuðhöggið á tímabilinu. Það var sjokk að missa Akseli út. Maður veit ekki hvað maður á að segja við erum búnir að lenda í svo miklum skakkaföllum. Það hafði klárlega áhrif á okkur, en að því sögðu þá vantar bara gæði, betri sendingar, betri hlaup og betri samskipti á síðasta þriðjungi til þess að klára. Þróttarar blokkeruðu allt, var mikið af hálffærum; náðum ekki að skapa okkur dauðafæri til að koma til baka."

Kredit á Þróttara
Þórsarar eru með níu stig úr þremur leikjum á heimavelli en hafa ekki tekið stig á útivelli til þessa. Er þetta allt annað lið á útivelli?

„Ég vil nú meina að leikurinn á móti Aftureldingu var leikur sem við vorum betri aðilinn í. Mér fannst þessi leikur vera jafn. Svo verða menn að gefa andstæðingunum kredit, Þróttur spilaði mjög vel í þessum leik og voru mjög fastir fyrir og einfalt leikplan. Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn."

Ýmislegt annað var tekið fyrir í viðtalinu, tvöfalda skiptingin í hálfleik, staðan á meiddu mönnunum og sérstaklega spurt út í Akseli Kalermo og Fannar Daða.

Það hefur alltaf verið vígi Þórsara
En hvernig horfir framhaldið við Láka?

„Bara vel, við erum í þessu til að safna stigum, erum með níu stig í fimmta sæti í deildinni sem er umspilssæti. Ef við endum þar þá erum við bara sáttir. Það þýðir ekki að vera væla yfir leikjum, menn með einhverjar alls konar kenningar og samsæriskenningar um útivöll og heimavöll og allt þetta. Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram," sagði Láki.

Næsti leikur Þórs er gegn Selfossi á heimavelli á föstudag.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner