Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mið 10. júlí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lemina þrýstir á að fá að fara
Mario Lemina hefur gefið það í skyn að hann vilji yfirgefa herbúðir Southampton. Hann vill spila hjá stærra félagi.

Lemina ferðaðist ekki með Southampton til Austurríkis þar sem liðið æfir um þessar mundir. Manchester United og Arsenal hafa sýnt miðjumanninum áhuga.

Lemina, sem kom frá Juventus til Southampton fyrir tveimur árum, setti í dag inn færslu á Twitter reikningi sínum. Þar birtir hann myndband af sér sjálfum. Eins konar sölumyndband þar sem mörg tilþrif hans í treyju Southampton eru tekin saman.

Undir myndbandinu stendur einfaldlega: „Ég veit hversu langt ég get komist og ég mun berjast fyrir að komast þangað."



Athugasemdir