„Það er gríðarlega mikilvægt að fá hann inn, ekki bara vegna þess hve öflugur leikmaður hann er, heldur líka það sem hann kemur með inn í hópinn okkar," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag.
Gísli Eyjólfsson samdi við ÍA á dögunum, hann er mættur heim til Íslands eftir tveggja ára veru hjá Halmstad í Svíþjóð.
Gísli Eyjólfsson samdi við ÍA á dögunum, hann er mættur heim til Íslands eftir tveggja ára veru hjá Halmstad í Svíþjóð.
„Við erum með mikið af ungum strákum og treystum á eldri leikmenn eins og hann, Rúnar Má, Viktor Jóns og Vall til þess að halda uppi standard hjá okkur. Gísli tikkar í öll box hjá okkur."
„Hann hafði þónokkuð af spurningum. Það sem var gott þegar við vorum að tala við hann er að hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á. Hann er metnaðarfullur, ætlar sér ekki að vera í einhverri fallbaráttu. Við þurftum að sannfæra hann um að við ætlum okkur hluti."
„Hann gerir liðið, félagið og allan hópinn betri. Hann gerir kröfur og við gerum kröfur til okkar, til leikmanna og viljum að það sé hár standard hjá okkur. Hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."
Kemur á óvart að hann kemur til ykkar en ekki í Breiðablik?
„Nei, alls ekki," segir Lárus og hlær.
Viðtalið við þjálfarann er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir























