Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 11. júní 2019 22:04
Egill Sigfússon
Emil Hallfreðs: Burstinn frábær markaðssetning
Icelandair
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Tyrkland 2-1 í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld og eru með 9 stig eftir fyrstu 4 leikina í undankeppninni. Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu á EM og sagðist líða vel enda búinn að æfa á fullu í þrjá mánuði.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Mér leið bara vel, ég er búinn að æfa á fullum krafti síðustu þrjá mánuði og náði 90 mínútum þarna um daginn. Ég er búinn að æfa vel og var alltaf með þessa tvo leiki í huganum og ætlaði mér að gefa allt í þetta ef ég myndi fá að spila í þeim."

Emil fannst liðið spila vel í dag og brást vel við að fá á sig klaufalegt mark í stöðunni 2-0.

„Mér fannst fyrri hálfleikur alveg frábær en algjör skita að fá á sig þetta mark úr föstu leikatriði. Í seinni hálfleik gerist það svo sjálfkrafa að við bökkuð aðeins og beitum skyndisóknum. Heilt yfir fannst mér þetta mjög vel spilaður leikur hjá okkur og frábær sigur."

Emil fékk óverðskuldað spjald snemma í leiknum og var ekki sáttur með það enda óþolandi að þurfa að vera á varðbergi allan leikinn með gult spjald á bakinu.

„Það er alveg óþolandi, það er óþolandi að vera á gulu spjaldi í 75 mínútur, ég fór beint í boltann og þetta var fyrsta brot en ég þurfti bara að passa mig það sem eftir var af leiknum. Ég fór í eina tæklingu en kommon það væri alveg glórulaust að gefa mér tvö gul eftir tvö brot."

Stóra burstamálið var góð markaðssetning fyrir leikinn sagði Emil og þakkaði íslenskum stuðningsmönnum fyrir frábæra stemningu.

„Það var góð markaðssetning með þennan bursta þarna í vikunni, það vakti athygli á þessum leik sem er bara frábært. Við þurftum á því að halda og alveg frábært að fá fulla stúku sem styður við bakið á okkur allan tímann."


Athugasemdir
banner