Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 11. júní 2019 22:04
Egill Sigfússon
Emil Hallfreðs: Burstinn frábær markaðssetning
Icelandair
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Tyrkland 2-1 í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld og eru með 9 stig eftir fyrstu 4 leikina í undankeppninni. Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu á EM og sagðist líða vel enda búinn að æfa á fullu í þrjá mánuði.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Mér leið bara vel, ég er búinn að æfa á fullum krafti síðustu þrjá mánuði og náði 90 mínútum þarna um daginn. Ég er búinn að æfa vel og var alltaf með þessa tvo leiki í huganum og ætlaði mér að gefa allt í þetta ef ég myndi fá að spila í þeim."

Emil fannst liðið spila vel í dag og brást vel við að fá á sig klaufalegt mark í stöðunni 2-0.

„Mér fannst fyrri hálfleikur alveg frábær en algjör skita að fá á sig þetta mark úr föstu leikatriði. Í seinni hálfleik gerist það svo sjálfkrafa að við bökkuð aðeins og beitum skyndisóknum. Heilt yfir fannst mér þetta mjög vel spilaður leikur hjá okkur og frábær sigur."

Emil fékk óverðskuldað spjald snemma í leiknum og var ekki sáttur með það enda óþolandi að þurfa að vera á varðbergi allan leikinn með gult spjald á bakinu.

„Það er alveg óþolandi, það er óþolandi að vera á gulu spjaldi í 75 mínútur, ég fór beint í boltann og þetta var fyrsta brot en ég þurfti bara að passa mig það sem eftir var af leiknum. Ég fór í eina tæklingu en kommon það væri alveg glórulaust að gefa mér tvö gul eftir tvö brot."

Stóra burstamálið var góð markaðssetning fyrir leikinn sagði Emil og þakkaði íslenskum stuðningsmönnum fyrir frábæra stemningu.

„Það var góð markaðssetning með þennan bursta þarna í vikunni, það vakti athygli á þessum leik sem er bara frábært. Við þurftum á því að halda og alveg frábært að fá fulla stúku sem styður við bakið á okkur allan tímann."


Athugasemdir
banner
banner