Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   þri 11. júní 2019 22:04
Egill Sigfússon
Emil Hallfreðs: Burstinn frábær markaðssetning
Icelandair
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Tyrkland 2-1 í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld og eru með 9 stig eftir fyrstu 4 leikina í undankeppninni. Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu á EM og sagðist líða vel enda búinn að æfa á fullu í þrjá mánuði.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Mér leið bara vel, ég er búinn að æfa á fullum krafti síðustu þrjá mánuði og náði 90 mínútum þarna um daginn. Ég er búinn að æfa vel og var alltaf með þessa tvo leiki í huganum og ætlaði mér að gefa allt í þetta ef ég myndi fá að spila í þeim."

Emil fannst liðið spila vel í dag og brást vel við að fá á sig klaufalegt mark í stöðunni 2-0.

„Mér fannst fyrri hálfleikur alveg frábær en algjör skita að fá á sig þetta mark úr föstu leikatriði. Í seinni hálfleik gerist það svo sjálfkrafa að við bökkuð aðeins og beitum skyndisóknum. Heilt yfir fannst mér þetta mjög vel spilaður leikur hjá okkur og frábær sigur."

Emil fékk óverðskuldað spjald snemma í leiknum og var ekki sáttur með það enda óþolandi að þurfa að vera á varðbergi allan leikinn með gult spjald á bakinu.

„Það er alveg óþolandi, það er óþolandi að vera á gulu spjaldi í 75 mínútur, ég fór beint í boltann og þetta var fyrsta brot en ég þurfti bara að passa mig það sem eftir var af leiknum. Ég fór í eina tæklingu en kommon það væri alveg glórulaust að gefa mér tvö gul eftir tvö brot."

Stóra burstamálið var góð markaðssetning fyrir leikinn sagði Emil og þakkaði íslenskum stuðningsmönnum fyrir frábæra stemningu.

„Það var góð markaðssetning með þennan bursta þarna í vikunni, það vakti athygli á þessum leik sem er bara frábært. Við þurftum á því að halda og alveg frábært að fá fulla stúku sem styður við bakið á okkur allan tímann."


Athugasemdir
banner