Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 11. júlí 2019 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þessi leikur gefur okkur helling
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Ólsara í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Fyrir leik var ekki búist við miklu frá heimamönnum í Njarðvík en þeir áttu svo sannarlega eftir að minna á sig.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Einfaldlega bara frábær leikur í dag, vorum bara virkilega góðir og bara frá fyrstu mínútu og fram að síðustu vorum við bara miklu, miklu, miklu betri." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik en þessi sigur var langþráður.

„Já við vorum búnir að vera bíða eftir sigri lengi og bara stigum yfir höfuð og verið smá dal en í dag komum við bara virkilega sterkir og kröftugir, allir leikmenn voru á fullu allan tímann og börðust um hvern einasta bolta og það er það sem hefur kannski vantað undanfarið að fara á fullu í alla botla og annað og bara eins og sást í dag þá fengum við urmul af færum og urmul af sénsum til að skora og hefðum auðveldlega getað verið 4-0 yfir í hálfleik."

Lið Njarðvíkur var nokkuð breytt í þessum leik frá síðustu leikjum en margir fastamenn höfðu dottið á bekkinn fyrir leikinn í dag.
„Við höfum ekki veirð að fá stig og vinna leiki og við ákváðum að taka ákveðnar breytingar á liðinu og breytum áherslum líka í dag og komum af miklu meiri krafti inn í leikinn og sóttum þessi þrjú stig."


Mótið er núna hálfnað og því ekki úr vegi að spyrja hvernig Rafn Markús metur möguleikana til framtíðar.
„Mótið er hálfnað og við ætlum okkur að halda áfram, við erum búnir að vera styrkja liðið og styrkja okkar leikmenn sem voru fyrir og viljum bæta liðið okkar og erum virkilega sátir við stöðuna eins og hún er eins og staðan er í dag akkúrat en búnir að vera erfiðir tímar undanfarið það er augljóst en við viljum halda þessu áfram að koma af svona krafti í leiki þá erum við að fara ná í helling af stigum , við viljum samt ekki að gleyma okkur og verðum að passa okkur á því að þetta er einn leikur en þessi leikur gefur okkur helling afþví að þetta er leikur sem að við lögðum aðra þætti upp og þeir gengu fullkomnlega upp frá fyrstu mínútu til síðustu og Ólafsvíkingar áttu bara enginn svör.

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner