Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 11. júlí 2019 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þessi leikur gefur okkur helling
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Ólsara í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Fyrir leik var ekki búist við miklu frá heimamönnum í Njarðvík en þeir áttu svo sannarlega eftir að minna á sig.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Einfaldlega bara frábær leikur í dag, vorum bara virkilega góðir og bara frá fyrstu mínútu og fram að síðustu vorum við bara miklu, miklu, miklu betri." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik en þessi sigur var langþráður.

„Já við vorum búnir að vera bíða eftir sigri lengi og bara stigum yfir höfuð og verið smá dal en í dag komum við bara virkilega sterkir og kröftugir, allir leikmenn voru á fullu allan tímann og börðust um hvern einasta bolta og það er það sem hefur kannski vantað undanfarið að fara á fullu í alla botla og annað og bara eins og sást í dag þá fengum við urmul af færum og urmul af sénsum til að skora og hefðum auðveldlega getað verið 4-0 yfir í hálfleik."

Lið Njarðvíkur var nokkuð breytt í þessum leik frá síðustu leikjum en margir fastamenn höfðu dottið á bekkinn fyrir leikinn í dag.
„Við höfum ekki veirð að fá stig og vinna leiki og við ákváðum að taka ákveðnar breytingar á liðinu og breytum áherslum líka í dag og komum af miklu meiri krafti inn í leikinn og sóttum þessi þrjú stig."


Mótið er núna hálfnað og því ekki úr vegi að spyrja hvernig Rafn Markús metur möguleikana til framtíðar.
„Mótið er hálfnað og við ætlum okkur að halda áfram, við erum búnir að vera styrkja liðið og styrkja okkar leikmenn sem voru fyrir og viljum bæta liðið okkar og erum virkilega sátir við stöðuna eins og hún er eins og staðan er í dag akkúrat en búnir að vera erfiðir tímar undanfarið það er augljóst en við viljum halda þessu áfram að koma af svona krafti í leiki þá erum við að fara ná í helling af stigum , við viljum samt ekki að gleyma okkur og verðum að passa okkur á því að þetta er einn leikur en þessi leikur gefur okkur helling afþví að þetta er leikur sem að við lögðum aðra þætti upp og þeir gengu fullkomnlega upp frá fyrstu mínútu til síðustu og Ólafsvíkingar áttu bara enginn svör.

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner