Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 11. júlí 2019 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þessi leikur gefur okkur helling
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Ólsara í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Fyrir leik var ekki búist við miklu frá heimamönnum í Njarðvík en þeir áttu svo sannarlega eftir að minna á sig.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Einfaldlega bara frábær leikur í dag, vorum bara virkilega góðir og bara frá fyrstu mínútu og fram að síðustu vorum við bara miklu, miklu, miklu betri." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik en þessi sigur var langþráður.

„Já við vorum búnir að vera bíða eftir sigri lengi og bara stigum yfir höfuð og verið smá dal en í dag komum við bara virkilega sterkir og kröftugir, allir leikmenn voru á fullu allan tímann og börðust um hvern einasta bolta og það er það sem hefur kannski vantað undanfarið að fara á fullu í alla botla og annað og bara eins og sást í dag þá fengum við urmul af færum og urmul af sénsum til að skora og hefðum auðveldlega getað verið 4-0 yfir í hálfleik."

Lið Njarðvíkur var nokkuð breytt í þessum leik frá síðustu leikjum en margir fastamenn höfðu dottið á bekkinn fyrir leikinn í dag.
„Við höfum ekki veirð að fá stig og vinna leiki og við ákváðum að taka ákveðnar breytingar á liðinu og breytum áherslum líka í dag og komum af miklu meiri krafti inn í leikinn og sóttum þessi þrjú stig."


Mótið er núna hálfnað og því ekki úr vegi að spyrja hvernig Rafn Markús metur möguleikana til framtíðar.
„Mótið er hálfnað og við ætlum okkur að halda áfram, við erum búnir að vera styrkja liðið og styrkja okkar leikmenn sem voru fyrir og viljum bæta liðið okkar og erum virkilega sátir við stöðuna eins og hún er eins og staðan er í dag akkúrat en búnir að vera erfiðir tímar undanfarið það er augljóst en við viljum halda þessu áfram að koma af svona krafti í leiki þá erum við að fara ná í helling af stigum , við viljum samt ekki að gleyma okkur og verðum að passa okkur á því að þetta er einn leikur en þessi leikur gefur okkur helling afþví að þetta er leikur sem að við lögðum aðra þætti upp og þeir gengu fullkomnlega upp frá fyrstu mínútu til síðustu og Ólafsvíkingar áttu bara enginn svör.

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner