Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 11. júlí 2019 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þessi leikur gefur okkur helling
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Ólsara í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar flautað var til leiks í 11.Umferð Inkasso deildar karla.
Fyrir leik var ekki búist við miklu frá heimamönnum í Njarðvík en þeir áttu svo sannarlega eftir að minna á sig.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Einfaldlega bara frábær leikur í dag, vorum bara virkilega góðir og bara frá fyrstu mínútu og fram að síðustu vorum við bara miklu, miklu, miklu betri." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik en þessi sigur var langþráður.

„Já við vorum búnir að vera bíða eftir sigri lengi og bara stigum yfir höfuð og verið smá dal en í dag komum við bara virkilega sterkir og kröftugir, allir leikmenn voru á fullu allan tímann og börðust um hvern einasta bolta og það er það sem hefur kannski vantað undanfarið að fara á fullu í alla botla og annað og bara eins og sást í dag þá fengum við urmul af færum og urmul af sénsum til að skora og hefðum auðveldlega getað verið 4-0 yfir í hálfleik."

Lið Njarðvíkur var nokkuð breytt í þessum leik frá síðustu leikjum en margir fastamenn höfðu dottið á bekkinn fyrir leikinn í dag.
„Við höfum ekki veirð að fá stig og vinna leiki og við ákváðum að taka ákveðnar breytingar á liðinu og breytum áherslum líka í dag og komum af miklu meiri krafti inn í leikinn og sóttum þessi þrjú stig."


Mótið er núna hálfnað og því ekki úr vegi að spyrja hvernig Rafn Markús metur möguleikana til framtíðar.
„Mótið er hálfnað og við ætlum okkur að halda áfram, við erum búnir að vera styrkja liðið og styrkja okkar leikmenn sem voru fyrir og viljum bæta liðið okkar og erum virkilega sátir við stöðuna eins og hún er eins og staðan er í dag akkúrat en búnir að vera erfiðir tímar undanfarið það er augljóst en við viljum halda þessu áfram að koma af svona krafti í leiki þá erum við að fara ná í helling af stigum , við viljum samt ekki að gleyma okkur og verðum að passa okkur á því að þetta er einn leikur en þessi leikur gefur okkur helling afþví að þetta er leikur sem að við lögðum aðra þætti upp og þeir gengu fullkomnlega upp frá fyrstu mínútu til síðustu og Ólafsvíkingar áttu bara enginn svör.

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner