Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   lau 11. júlí 2020 19:10
Sverrir Örn Einarsson
Mikael: Öll liðin munu tapa fullt af stigum
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík komst aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætti KF á Rafholtsvellinum en lokatölur urðu 2-1 Njarðvík í vil. Njarðvík hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og þurftu því nauðsynlega á stigunum að halda til þess að missa ekki toppliðin lengra frá sér í töflunni. Mikael Nikulásson svaraði spurningum fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 KF

„Við spiluðum miklu betur en í síðasta leik og mér fannst menn vera leggja sig fram.En við þurfum að læra að klára leikina og ganga frá þeim því að því þegar þeir skora þetta furðulega mark sem ég held að hafi verið sjálfsmark þá eigum við að vera komnir í fjögur fimm núll.“
Sagði Mikael um leik síns liðs í dag.

Sigurinn í dag var eins og áður sagði gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvík uppá framhaldið og að missa ekki toppliðin of langt frá sér.

„Ég er búinn að segja þetta í langan tíma. Það er hver einasti leikur í þessari deild erfiður, það er ekkert gefið. 80% af þessum leikjum eru fyrirfram 50/50 að mínu mati og öll liðin munu tapa fullt af stigum og eru byrjuð á því og það verður þannig út mótið.“

Sagði MIkael en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner