29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 11. júlí 2020 19:10
Sverrir Örn Einarsson
Mikael: Öll liðin munu tapa fullt af stigum
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík komst aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætti KF á Rafholtsvellinum en lokatölur urðu 2-1 Njarðvík í vil. Njarðvík hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og þurftu því nauðsynlega á stigunum að halda til þess að missa ekki toppliðin lengra frá sér í töflunni. Mikael Nikulásson svaraði spurningum fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 KF

„Við spiluðum miklu betur en í síðasta leik og mér fannst menn vera leggja sig fram.En við þurfum að læra að klára leikina og ganga frá þeim því að því þegar þeir skora þetta furðulega mark sem ég held að hafi verið sjálfsmark þá eigum við að vera komnir í fjögur fimm núll.“
Sagði Mikael um leik síns liðs í dag.

Sigurinn í dag var eins og áður sagði gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvík uppá framhaldið og að missa ekki toppliðin of langt frá sér.

„Ég er búinn að segja þetta í langan tíma. Það er hver einasti leikur í þessari deild erfiður, það er ekkert gefið. 80% af þessum leikjum eru fyrirfram 50/50 að mínu mati og öll liðin munu tapa fullt af stigum og eru byrjuð á því og það verður þannig út mótið.“

Sagði MIkael en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner