Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 11. júlí 2024 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Lúkas Logi: Get ekki beðið um betri tilfinningu
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Flottur leikur og bara flott frammistaða hjá okkur held ég. Er bara sáttur með þetta, 2-2 og núna er leikurinn bara orðin úrslitaleikur þarna úti um að komast áfram í næstu umferð." Sagði Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals í kvöld. 

Það var komið djúpt inn í uppbótartímann þegar Valsmenn fengu sína síðustu hornspyrnu í leiknum og hún skilaði dýrmætu jöfnunarmarki. Lúkas Logi sagðist ekki geta beðið um betri tilfiningu en að horfa á eftir boltanum yfir línuna.

„Ég get ekki beðið um betri tilfiningu, þetta var bara mjög sætt." 

Stuttu eftir að Lúkas Logi kom inn á sem varamaður misstu gestirnir mann af velli en náðu þó að skora stuttu seinna sem var mikið högg fyrir Valsmenn. 

„Þetta var ágætis högg en við vorum einum fleirri og gátum nýtt það og klórað í bakkann og jafnað þetta." 

Nánar er rætt við Lúkas Loga Heimisson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner