Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 11. júlí 2024 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Lúkas Logi: Get ekki beðið um betri tilfinningu
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Flottur leikur og bara flott frammistaða hjá okkur held ég. Er bara sáttur með þetta, 2-2 og núna er leikurinn bara orðin úrslitaleikur þarna úti um að komast áfram í næstu umferð." Sagði Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals í kvöld. 

Það var komið djúpt inn í uppbótartímann þegar Valsmenn fengu sína síðustu hornspyrnu í leiknum og hún skilaði dýrmætu jöfnunarmarki. Lúkas Logi sagðist ekki geta beðið um betri tilfiningu en að horfa á eftir boltanum yfir línuna.

„Ég get ekki beðið um betri tilfiningu, þetta var bara mjög sætt." 

Stuttu eftir að Lúkas Logi kom inn á sem varamaður misstu gestirnir mann af velli en náðu þó að skora stuttu seinna sem var mikið högg fyrir Valsmenn. 

„Þetta var ágætis högg en við vorum einum fleirri og gátum nýtt það og klórað í bakkann og jafnað þetta." 

Nánar er rætt við Lúkas Loga Heimisson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner