Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   fim 11. júlí 2024 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Lúkas Logi: Get ekki beðið um betri tilfinningu
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Flottur leikur og bara flott frammistaða hjá okkur held ég. Er bara sáttur með þetta, 2-2 og núna er leikurinn bara orðin úrslitaleikur þarna úti um að komast áfram í næstu umferð." Sagði Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals í kvöld. 

Það var komið djúpt inn í uppbótartímann þegar Valsmenn fengu sína síðustu hornspyrnu í leiknum og hún skilaði dýrmætu jöfnunarmarki. Lúkas Logi sagðist ekki geta beðið um betri tilfiningu en að horfa á eftir boltanum yfir línuna.

„Ég get ekki beðið um betri tilfiningu, þetta var bara mjög sætt." 

Stuttu eftir að Lúkas Logi kom inn á sem varamaður misstu gestirnir mann af velli en náðu þó að skora stuttu seinna sem var mikið högg fyrir Valsmenn. 

„Þetta var ágætis högg en við vorum einum fleirri og gátum nýtt það og klórað í bakkann og jafnað þetta." 

Nánar er rætt við Lúkas Loga Heimisson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner