Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mið 11. september 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er langt síðan bikarinn kom í Víkina og það er mikil spenna fyrir þessum leik," segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirlið Víkings.

Víkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar og það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum á laugardaginn klukkan 17, þegar Víkingur mætir FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Hvernig metur Sölvi möguleika Víkings?

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en sigur. Ég tel möguleika okkar mikla. Við höfum mætt þeim tvisvar í deildinni og í þeim leikjum finnst mér við hafa spilað betur en þeir. Við komum fullir sjálftrausts í þessum leik og maður finnur það í Fossvoginum að það er spenna."

„Það er mikið í húfi. Það skiptir mestu að vinna titil og við ætlum að gera það, Evrópusæti er svo bara bónus. Við höfum spilað skemmtilegan fótbolta í sumar og FH spilar líka skemmtilegan fótbolta. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur."

Ljóst þykir að Kári Árnason geti ekki spilað leikinn eftir að hann meiddist í tapleik Íslands gegn Albaníu.

„Þetta er leiðinlegt fyrir Kára, þetta er stór og skemmtilegur leikur. Þetta er einn stærsti leikur Víkings og ég er svekktur fyrir hans hönd að ná ekki leiknum, ef svo fer," segir Sölvi.
Hverjir verða meistarar?
Athugasemdir
banner
banner