Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 11. október 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag af því tilefni að íslenska liðið mætir því portúgalska í undankeppni EM á morgun.

U21 árs landsliðið kom saman í síðustu viku og tók góða æfingaviku. Í gærmorgun var svo lokahópurinn fyrir leikinn á morgun tilkynntur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að eiga góða og skemmtilega viku. Ég hlakka til að mæta góðu liði og sjá okkur spila. Við erum ferskir, með gott lið og Víkin er staðurinn til að vera á morgun."

Var gott að fá þessa viku til að sjá fleiri andlit? „Já, mjög gott. Í U21 er ekki mikið um æfingar, það eru yfirleitt bara lokahópar. Það var mjög gott að fá menn inn og skoða þá aðeins nánar."

Portúgalska liðið er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0, annar sigurinn var 11-0 sigur gegn Liechtenstein. Er þetta vinnalegur leikur á morgun? „Já, þetta er það en auðvitað er þetta mjög gott lið. Við þurfum að spila okkar leik vel. Það er búið að sanna það margoft í íslenskri fótboltasögu að það er hægt að gera ansi góða hluti."

Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði í fyrsta leik undankeppninnar, er ekki orðinn 100% vegna meiðsla og er því ekki í hópnum. Hver verður fyrirliði á morgun?

„Líklega Kolli [Kolbeinn Þórðarson]," sagði Davíð Snorri sem vildi ekki gefa upp hvort Jökull Andrésson yrði í markinu eða ekki. Hann tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum.

U21 landsleikur Íslands og Portúgals verður klukkan 15:00 á morgun á Víkingsvelli í Fossvogi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner