Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 11. október 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Margsannað í íslenskri fótboltasögu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Eftir leik gegn Grikklandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag af því tilefni að íslenska liðið mætir því portúgalska í undankeppni EM á morgun.

U21 árs landsliðið kom saman í síðustu viku og tók góða æfingaviku. Í gærmorgun var svo lokahópurinn fyrir leikinn á morgun tilkynntur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að eiga góða og skemmtilega viku. Ég hlakka til að mæta góðu liði og sjá okkur spila. Við erum ferskir, með gott lið og Víkin er staðurinn til að vera á morgun."

Var gott að fá þessa viku til að sjá fleiri andlit? „Já, mjög gott. Í U21 er ekki mikið um æfingar, það eru yfirleitt bara lokahópar. Það var mjög gott að fá menn inn og skoða þá aðeins nánar."

Portúgalska liðið er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 12-0, annar sigurinn var 11-0 sigur gegn Liechtenstein. Er þetta vinnalegur leikur á morgun? „Já, þetta er það en auðvitað er þetta mjög gott lið. Við þurfum að spila okkar leik vel. Það er búið að sanna það margoft í íslenskri fótboltasögu að það er hægt að gera ansi góða hluti."

Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði í fyrsta leik undankeppninnar, er ekki orðinn 100% vegna meiðsla og er því ekki í hópnum. Hver verður fyrirliði á morgun?

„Líklega Kolli [Kolbeinn Þórðarson]," sagði Davíð Snorri sem vildi ekki gefa upp hvort Jökull Andrésson yrði í markinu eða ekki. Hann tilkynnir leikmönnum byrjunarliðið í kvöld. Íslenska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum.

U21 landsleikur Íslands og Portúgals verður klukkan 15:00 á morgun á Víkingsvelli í Fossvogi.
Athugasemdir