Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 10:44
Elvar Geir Magnússon
16-liða úrslit Meistaradeildarinnar fara af stað á morgun - Hverjir vinna keppnina?
Taktu þátt í skoðanakönnun
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fara af stað á morgun en ríkjandi meistarar í Manchester City byrja á útivelli gegn dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn.

Arsenal leikur fyrri leik sinn gegn Porto í næstu viku og vonast til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Harry Kane vonast til að skjóta Bayern München til sigurs í keppninni en liðið heimsækir Lazio á miðvikudaginn. Real Madrid verður án Jude Bellingham í fyrri leik sínum gegn RB Leipzig á morgun en hann meiddist á ökkla um helgina.

Meistaradeildin - Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum

Þriðjudagur 13. febrúar
FC Kaupmannahöfn - Manchester City
RB Leipzig - Real Madrid

Miðvikudagur 14. febrúar
Lazio - Bayern München
Paris St-Germain - Real Sociedad

Þriðjudagur 20. febrúar
Inter - Atletico Madrid
PSV Eindhoven - Borussia Dortmund

Miðvikudagur 21. febrúar
Porto - Arsenal
Napoli - Barcelona

Athugasemdir
banner
banner
banner