Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 12. júlí 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1-11: Þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í Innkasso-horninu sem kom út fyrr í dag var opinberað val á úrvalsliði umferða 1-11, besti leikmaðurinn valinn og besti þjálfarinn.

Pétur Theodór Árnason, sóknarmaður Gróttu, var valinn besti leikmaður umferða 1-11. Nýliðar Gróttu sitja í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Smelltu hér til að hlusta á Innkasso-hornið.

„Þetta kemur mér á óvart," sagði Pétur Theodór í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann hefur farið á kostum framlínu Gróttu í sumar og skorað tíu mörk í fyrstu ellefu leikjum Inkasso-deildarinnar.

„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta hefur verið mjög gaman og þetta hefur gengið vel. Við spilum mikinn sóknarbolta sem leiðir að sér mörg færi sem ég þarf að vera tilbúinn að nýta og ég hef gert það ágætlega hingað til," sagði Pétur sem hefur fengið töluvert af færum í sumar.

„Ég hef klúðrað nokkrum dauðafærum í sumar. Sérstaklega á móti Fylki í bikarnum og eitt gegn Aftureldingu. Maður verður bara að vera klár í næsta færi."

Eins og fyrr segir sigur Grótta í 2. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 21 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

„Við áttum ekki von á því að vera í 2. sæti eftir fyrri umferðina en við erum með frábæran og samstilltan leikmannahóp og við getum alveg mátað okkur við öll þessi lið. Inkasso-deildin er sterk en einnig mjög jöfn. Mér finnst enginn leikur vera gefins og maður verður að vera 100% klár í alla leiki."

„Við þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni og taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað það gefur okkur í lok tímabils," sagði besti leikmaður 1-11 umferða Inkasso-deildarinnar í viðtali við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner