Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fös 12. júlí 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1-11: Þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í Innkasso-horninu sem kom út fyrr í dag var opinberað val á úrvalsliði umferða 1-11, besti leikmaðurinn valinn og besti þjálfarinn.

Pétur Theodór Árnason, sóknarmaður Gróttu, var valinn besti leikmaður umferða 1-11. Nýliðar Gróttu sitja í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Smelltu hér til að hlusta á Innkasso-hornið.

„Þetta kemur mér á óvart," sagði Pétur Theodór í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann hefur farið á kostum framlínu Gróttu í sumar og skorað tíu mörk í fyrstu ellefu leikjum Inkasso-deildarinnar.

„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta hefur verið mjög gaman og þetta hefur gengið vel. Við spilum mikinn sóknarbolta sem leiðir að sér mörg færi sem ég þarf að vera tilbúinn að nýta og ég hef gert það ágætlega hingað til," sagði Pétur sem hefur fengið töluvert af færum í sumar.

„Ég hef klúðrað nokkrum dauðafærum í sumar. Sérstaklega á móti Fylki í bikarnum og eitt gegn Aftureldingu. Maður verður bara að vera klár í næsta færi."

Eins og fyrr segir sigur Grótta í 2. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 21 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

„Við áttum ekki von á því að vera í 2. sæti eftir fyrri umferðina en við erum með frábæran og samstilltan leikmannahóp og við getum alveg mátað okkur við öll þessi lið. Inkasso-deildin er sterk en einnig mjög jöfn. Mér finnst enginn leikur vera gefins og maður verður að vera 100% klár í alla leiki."

„Við þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni og taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað það gefur okkur í lok tímabils," sagði besti leikmaður 1-11 umferða Inkasso-deildarinnar í viðtali við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner