Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 12. júlí 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1-11: Þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í Innkasso-horninu sem kom út fyrr í dag var opinberað val á úrvalsliði umferða 1-11, besti leikmaðurinn valinn og besti þjálfarinn.

Pétur Theodór Árnason, sóknarmaður Gróttu, var valinn besti leikmaður umferða 1-11. Nýliðar Gróttu sitja í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Smelltu hér til að hlusta á Innkasso-hornið.

„Þetta kemur mér á óvart," sagði Pétur Theodór í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann hefur farið á kostum framlínu Gróttu í sumar og skorað tíu mörk í fyrstu ellefu leikjum Inkasso-deildarinnar.

„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta hefur verið mjög gaman og þetta hefur gengið vel. Við spilum mikinn sóknarbolta sem leiðir að sér mörg færi sem ég þarf að vera tilbúinn að nýta og ég hef gert það ágætlega hingað til," sagði Pétur sem hefur fengið töluvert af færum í sumar.

„Ég hef klúðrað nokkrum dauðafærum í sumar. Sérstaklega á móti Fylki í bikarnum og eitt gegn Aftureldingu. Maður verður bara að vera klár í næsta færi."

Eins og fyrr segir sigur Grótta í 2. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 21 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

„Við áttum ekki von á því að vera í 2. sæti eftir fyrri umferðina en við erum með frábæran og samstilltan leikmannahóp og við getum alveg mátað okkur við öll þessi lið. Inkasso-deildin er sterk en einnig mjög jöfn. Mér finnst enginn leikur vera gefins og maður verður að vera 100% klár í alla leiki."

„Við þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni og taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað það gefur okkur í lok tímabils," sagði besti leikmaður 1-11 umferða Inkasso-deildarinnar í viðtali við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner