Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 12. júlí 2020 23:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Mega alveg eiga einn 'off' dag á skrifstofunni
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur frá Reykjavík sótti HK heim í Kórinn fyrr í kvöld og vann 0-2 í mjög bragðdaufum leik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með sigurinn í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Víkingur R.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin, þetta var hrikalega erfiður leikur. Við vorum langt frá okkar besta og HK menn mjög sprækir og áttu svo sannarlega eitthvað skilið úr leiknum í dag en svona er fótboltinn stundum."

„Við höfum átt mun betri leiki en þennan og ekki fengið neitt út úr þeim leikjum. Þetta var fyrst og fremst lélegur leikur að okkar hálfu en mjög falleg 3 stig, vonandi gefur þetta okkur „byr undir báða vængi" fyrir framtíðina og næstu leiki."

Víkingarnir voru ekki upp á sitt besta og voru þeir mjög daprir í kvöld.

„Við vorum bara að stöggla frá byrjun, náðum engu flæði í okkar leik, touchið var lélegt og unnum enga seinni bolta og vorum bara flatir en sýndum karakter."

„Markið kemur upp úr engu, þetta var aukaspyrna langt utan af kanti og boltinn einhverneigin siglir inn en stundum færðu heppnina til liðs við þig og þá verður bara að nýta þér hana. HK herjaði á okkur allan leikinn en ég man ekki eftir þannig séð færi hjá þeim."

Arnar var spurður hvort það væri ekki gríðarlegur styrkur að vinna þrátt fyrir að eiga svona slakan leik.

„Þegar við erum án þessa sterku pósta þá vantar okkur bara kjöt, við erum unga leikmenn inn á miðjunni sem eru frábærir í fótbolta en þeir verða líka að átta sig á að það er ekki nóg, menn verða líka að vinna seinni boltana og skítavinnuna."

Leikurinn var mjög bragðdaufur og áhorfendur fengu ekki mikið fyrir peninginn í kvöld. Varla var uppleggið að svæfa áhorfendur?

„Nei klárlega ekki, þetta var flatur leikur. Þetta er búið að vera svakaleg törn. Það verður líka að gefa leikmönnum það, menn eru búnir að spila 3 leiki á hverri einustu viku og við nánast með sama byrjunarliðið en núna fáum við viku frí og ég lofa að við verðum ferskari í næsta leik."

„Menn mega alveg eiga einn off dag á skrifstofunni en þá þarf bara að vinna iðnaðarsigur og leita djúpt inni til að sækja þann sigur sem mér fannst við gera."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner