Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. júlí 2020 23:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Mega alveg eiga einn 'off' dag á skrifstofunni
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur frá Reykjavík sótti HK heim í Kórinn fyrr í kvöld og vann 0-2 í mjög bragðdaufum leik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með sigurinn í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Víkingur R.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin, þetta var hrikalega erfiður leikur. Við vorum langt frá okkar besta og HK menn mjög sprækir og áttu svo sannarlega eitthvað skilið úr leiknum í dag en svona er fótboltinn stundum."

„Við höfum átt mun betri leiki en þennan og ekki fengið neitt út úr þeim leikjum. Þetta var fyrst og fremst lélegur leikur að okkar hálfu en mjög falleg 3 stig, vonandi gefur þetta okkur „byr undir báða vængi" fyrir framtíðina og næstu leiki."

Víkingarnir voru ekki upp á sitt besta og voru þeir mjög daprir í kvöld.

„Við vorum bara að stöggla frá byrjun, náðum engu flæði í okkar leik, touchið var lélegt og unnum enga seinni bolta og vorum bara flatir en sýndum karakter."

„Markið kemur upp úr engu, þetta var aukaspyrna langt utan af kanti og boltinn einhverneigin siglir inn en stundum færðu heppnina til liðs við þig og þá verður bara að nýta þér hana. HK herjaði á okkur allan leikinn en ég man ekki eftir þannig séð færi hjá þeim."

Arnar var spurður hvort það væri ekki gríðarlegur styrkur að vinna þrátt fyrir að eiga svona slakan leik.

„Þegar við erum án þessa sterku pósta þá vantar okkur bara kjöt, við erum unga leikmenn inn á miðjunni sem eru frábærir í fótbolta en þeir verða líka að átta sig á að það er ekki nóg, menn verða líka að vinna seinni boltana og skítavinnuna."

Leikurinn var mjög bragðdaufur og áhorfendur fengu ekki mikið fyrir peninginn í kvöld. Varla var uppleggið að svæfa áhorfendur?

„Nei klárlega ekki, þetta var flatur leikur. Þetta er búið að vera svakaleg törn. Það verður líka að gefa leikmönnum það, menn eru búnir að spila 3 leiki á hverri einustu viku og við nánast með sama byrjunarliðið en núna fáum við viku frí og ég lofa að við verðum ferskari í næsta leik."

„Menn mega alveg eiga einn off dag á skrifstofunni en þá þarf bara að vinna iðnaðarsigur og leita djúpt inni til að sækja þann sigur sem mér fannst við gera."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner