Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 12. júlí 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Icelandair
Glódís fagnar eftir leik.
Glódís fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er draumadagur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo súrrealískt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Ég er svo stolt og meyr yfir þessu öllu saman. Framlagið frá liðinu í dag var bara í heimsklassa. Þetta er geggjaður dagur."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Gastu ímyndað þér að þetta myndi fara svona?

„Það eru skilaboð á milli mín og Karó þar sem ég sagði að 'djöfull yrði gaman að komast á EM á móti Þýskalandi heima'. Ætli maður sé ekki búinn að 'manifesta' þetta lúmskt í smá tíma. Ég og Ingibjörg ræddum það í morgun að við værum að spila á móti Þýskalandi og værum búnar að vera í sumarfríi," sagði Glódís og hló.

„Framlagið frá öllum leikmönnunum var það sem skilaði okkur sigrinum."

Glódís bjargaði ótrúlega í seinni hálfleiknum þegar staðan var 2-1.

„Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Glódís og hló. „Boltinn er bara á leiðinni inn og ég reyni að gera bara eitthvað."

Á þessum tímapunkti stendur Sveindís Jane Jónsdóttir í dyragættinni og kallar: „Þetta var ekkert eðlilega vel gert."

„Fyrst hugsaði ég að ég væri aldrei að fara að ná boltanum. Svo veit ég ekki hvort vindurinn hafi stoppað hann eða eitthvað. Ég fékk svona: 'Shit, ég get náð honum'. Þetta gerðist mjög hratt en það var gaman að geta bjargað þessu svona því það munar um að hafa fengið 2-1 á sig í þessari stöðu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um stuðninginn í kvöld og Evrópumótið sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner