Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 12. ágúst 2021 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Skulda Breiðabliki akkúrat ekki neitt
Kári í leik gegn Breiðabliki.
Kári í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í síðustu viku þegar Kári Árnason, leikmaður Víkings, gaf skoska félaginu Aberdeen ráð fyrir einvígi þeirra gegn Breiðabliki.

Kári spilaði með Aberdeen í tvö tímabil. Fyrst árið 2011 og svo mætti hann aftur árið 2017.

„Ég hef enga þörf fyrir að afsaka þetta. Ef að Breiðablik finnst eins og ég skuldi þeim eitthvað, þá mega þeir halda það. En ég skulda þeim akkúrat ekki neitt," sagði Kári í Chess After Dark.

„Ég ber engar tilfinningar til Breiðabliks, hvorki hatur né ást. Ef þeir eru að spila við Aberdeen, þá held ég með Aberdeen. Ég spilaði fyrir þá og sonur minn er fæddur þar."

Seinni leikur Breiðabliks og Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í kvöld, í Skotlandi. Fyrri leikurinn endaði 3-2 fyrir Aberdeen.

Hægt er að horfa á Chess After Dark í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner