Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. október 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir slær met Rúnars í næsta verkefni - „Verið frábær frá fyrsta degi"
Icelandair
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason lék í gær sinn 103. landsleik fyrir Ísland. Hann er núna einn næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands í sögunni en einungis Rúnar Kristinsson hefur spilað fleiri landsleiki.

Rúnar lék 104 leiki á sínum ferli og getur Birkir slegið hans met í leikjum Íslands í nóvember en það eru tveir lokaleikir Íslands í undankeppni fyrir HM.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Lansdsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Birki á fréttamannafundi eftir sigurinn gegn Liechtenstein.

Hversu gott er að hafa Birki til taks í þessum kynslóðaskiptum?

„Birkir er búinn að vera frábær, hvort sem það var í mars eða í júní þar sem hann var einn af þeim reynsluboltum sem svöruðu kallinu strax: 'Arnar, ég kem í alla leiki, ég þarf ekki neina hvíld'," sagði Arnar í gær.

„Það er akkúrat þetta sem maður vill fá sem þjálfari þegar þú ert að byrja á einhverju verkefni. Það eru þessir leikmenn, hann er búinn að spila yfir 100 landsleiki. Hann veit hvernig á að vinna leiki, veit hvernig á að nálgast þessa leiki. Það er mikilvægt að hafa alltaf svona leikmenn inn í hópnum. Það er ekki bara Birkir, það eru fleiri en hann. Birkir er búinn að vera frábær frá fyrsta degi fyrir mig, það er ekkert leyndarmál," sagði Arnar
Athugasemdir
banner
banner