Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 12. desember 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim ánægður með riflildi milli Höjlund og Amad - „Eins og fjölskylda"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund var hetja Man Utd þegar hann skoraði bæði mörkin í endurkomusigri á Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í kvöld.

Hann var svekktur að hafa ekki náð þrennunni en það var tækifæri fyrir hann seint í leiknum en Amad Diallo ákvað að taka skotið frekar en að senda á danska framerjann.

Það virtist fara illa í Höjlund en þeir rifust inn á vellinum eftir leikinn. Ruben Amorim var spurður út í þetta eftir leikinn.

„Fyrir mér er þetta fullkomið. Við verðum að berjast fyrir hvorn annan eins og þetta sé fjölskylda, fyrir mér er þetta mjög gott merki," sagði Amorim.

„Það er ljóst að þeim sé ekki sama. Þegar þér er alveg sama gerir þú ekki neitt. Þegar þér er ekki sama berstu með bróður þínum, föður og móður."

„Þetta er eðlilegt, jákvætt og heilbrigt. Ég leyfi leikmönnunum og fyrirliðanum að leysa úr þessu. Ef ég tel að þetta sé ofmikið mun ég fara inn í búningsklefann. Þetta er þeirra svæði og þeir verða að tala og slást. Fyrir mér er það mjög mikilvægt," sagði Amorim að lokum.


Athugasemdir
banner
banner