Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 13. febrúar 2025 21:02
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Mynd: EPA
Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir með sínu fyrsta Evrópumarki í stórkostlegum sigri gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég skoraði núll mörk árið 2024, kominn með tvö árið 2025. Það þarf bara að hleypa mér inn í teig í föstum leikatriðum og ég skila," sagði Davíð léttur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er ekki búinn að átta sig á stærð marksins sem hann skoraði.

„Þetta er fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta. Maður er enn að átta sig á því að maður hefði skorað í sigri á Panathinaikos með Víkingi, með sínum klúbb, þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Davíð.

„Þetta var aukaspyrna sem við stilltum upp eins og horni, þeir ná að skalla eitthvað frá. Ég sá þetta inn í klefa, ég sný mér í heilan hring og svo dettur hann fyrir mig. Ég hélt að ég væri að fara klúðra þessu en sem betur fer fór hann inn," sagði Davíð.

Það bjuggust fáir við því að Víkingur yrði í þessari stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

„Við töluðum um það að við vildum vera í séns fyrir seinni leikinn, helst að ná í sigur. Það er óraunhæft að ætla sækja sigur á þeirra heimavelli. Þetta hefði ekki getað farið mikið betur nema ég veit ekki alveg hvað hann var að dæma á í lokin, ég var ekki búinn að sjá það," sagði Davíð.

Vörnin og Ingvar Jónsson í markinu áttu stórleik í kvöld.

„VIð fengum færi til að bæta við en Ingvar sá líka ansi oft við þeim. Mér fannst við samt þéttir til baka, vorum ekki að gefa dauðafæri á okkur. Vissum að við þurftum að sitja ansi lágt ansi lengi og mér fannst við gera það vel."
Athugasemdir
banner
banner