Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 13. febrúar 2025 21:02
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Mynd: EPA
Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir með sínu fyrsta Evrópumarki í stórkostlegum sigri gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég skoraði núll mörk árið 2024, kominn með tvö árið 2025. Það þarf bara að hleypa mér inn í teig í föstum leikatriðum og ég skila," sagði Davíð léttur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er ekki búinn að átta sig á stærð marksins sem hann skoraði.

„Þetta er fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta. Maður er enn að átta sig á því að maður hefði skorað í sigri á Panathinaikos með Víkingi, með sínum klúbb, þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Davíð.

„Þetta var aukaspyrna sem við stilltum upp eins og horni, þeir ná að skalla eitthvað frá. Ég sá þetta inn í klefa, ég sný mér í heilan hring og svo dettur hann fyrir mig. Ég hélt að ég væri að fara klúðra þessu en sem betur fer fór hann inn," sagði Davíð.

Það bjuggust fáir við því að Víkingur yrði í þessari stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

„Við töluðum um það að við vildum vera í séns fyrir seinni leikinn, helst að ná í sigur. Það er óraunhæft að ætla sækja sigur á þeirra heimavelli. Þetta hefði ekki getað farið mikið betur nema ég veit ekki alveg hvað hann var að dæma á í lokin, ég var ekki búinn að sjá það," sagði Davíð.

Vörnin og Ingvar Jónsson í markinu áttu stórleik í kvöld.

„VIð fengum færi til að bæta við en Ingvar sá líka ansi oft við þeim. Mér fannst við samt þéttir til baka, vorum ekki að gefa dauðafæri á okkur. Vissum að við þurftum að sitja ansi lágt ansi lengi og mér fannst við gera það vel."
Athugasemdir
banner
banner