Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   fim 13. febrúar 2025 21:02
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Mynd: EPA
Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir með sínu fyrsta Evrópumarki í stórkostlegum sigri gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég skoraði núll mörk árið 2024, kominn með tvö árið 2025. Það þarf bara að hleypa mér inn í teig í föstum leikatriðum og ég skila," sagði Davíð léttur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er ekki búinn að átta sig á stærð marksins sem hann skoraði.

„Þetta er fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta. Maður er enn að átta sig á því að maður hefði skorað í sigri á Panathinaikos með Víkingi, með sínum klúbb, þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Davíð.

„Þetta var aukaspyrna sem við stilltum upp eins og horni, þeir ná að skalla eitthvað frá. Ég sá þetta inn í klefa, ég sný mér í heilan hring og svo dettur hann fyrir mig. Ég hélt að ég væri að fara klúðra þessu en sem betur fer fór hann inn," sagði Davíð.

Það bjuggust fáir við því að Víkingur yrði í þessari stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

„Við töluðum um það að við vildum vera í séns fyrir seinni leikinn, helst að ná í sigur. Það er óraunhæft að ætla sækja sigur á þeirra heimavelli. Þetta hefði ekki getað farið mikið betur nema ég veit ekki alveg hvað hann var að dæma á í lokin, ég var ekki búinn að sjá það," sagði Davíð.

Vörnin og Ingvar Jónsson í markinu áttu stórleik í kvöld.

„VIð fengum færi til að bæta við en Ingvar sá líka ansi oft við þeim. Mér fannst við samt þéttir til baka, vorum ekki að gefa dauðafæri á okkur. Vissum að við þurftum að sitja ansi lágt ansi lengi og mér fannst við gera það vel."
Athugasemdir
banner