Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   fim 13. febrúar 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Matthías í baráttunni í kvöld.
Matthías í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Það er geðveikt að upplifa svona með íslensku fótboltaliði. Það er frábær tilfinning og ég er stoltur af liðinu. Fyrri hálfleikur er búinn með nýju þjálfarateymi. Þetta er geðveikt," sagði Matthías Vilhjálmsson sem skoraði seinna mark Víkings í mögnuðum sigri á Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í kvöld en heimaleikur Víkings fór fram í Helsinki í Finnlandi því Ísland á ekki viðunandi völl.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er ískalt hérna, menn voru að stífna upp í fyrri hálfleik, bæði hjá Panathinaikos og Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson) þurftu að fara snemma útaf. Það kemur bara maður í manns stað og það sýnir hversu öflug liðsheildin er og það vilja allir öllum vel. Það getur flutt lið ansi langt og við ætlum að halda því áfram."

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir snemma í leiknum. Aðspurður um tilfinninguna við að sjá það sagði Matthías: „Það var geðveikt tilfinning. Við köllum Davíð 'pressing monster' en þú þurfum við að fara að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það sjálfur. Þetta var geggjað. Það er líka geggjað að spila á móti svona stóru liði, ég hef margoft séð Panathinaikos í Meistaradeildinni þegar ég var að alast upp og man vel eftir heimavellinum þeirra. Markmiðið okkar var að eiga góðan séns fyrir seinni leikinn því ég er alveg viss um að það verður einstök upplifun fyrir alla sem koma að Víkingi."

Nánar er rætt við Matta í spilaranum að ofan. Hann er spurður út í markið sem hann skoraði en lengi þurfti að bíða eftir að VAR úrskurðaði um að það stæði.

„Ég hélt að þetta væri off, mér leið þannig að Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) væri off og spilaði svo á Ella (Erling Agnarson). Fyrst þetta tók svona langan tíma var þetta ansi tæpt en sem betur fer var ég heppinn í þetta skipti," sagði hann.


Athugasemdir
banner
banner