Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. mars 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að samkomubannið þýði ekki bann fyrir æfingaleiki hjá félögum á Íslandi. KSÍ hefur frestað öllum leikjum á sínum vegum til 13. apríl vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deildin á að hefjast 22. apríl og Víðir segir að ekki sé búið að banna æfingaleiki.

„Við erum að setja þetta samkomubann á frá og með sunnudagskvöldinu þar sem ekki mega koma meira en 100 manns samn. Það hefur áhrif á alla kappleiki og allt. Það er skynsamleg leið að gera þetta svona. Fótbolti er ekki mikið án áhofenda. Það er einhver heimild til að halda leiki fyrir luktum dyrum, æfingaleiki og annað slíkt. Það er líka mikilvægt að hreyfa sig," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

Hvað þurfa lið sem vilja halda æfingaleiki að gera? „Liðin þurfa að gæta að öllum sóttvörnum. Ég er ekki að segja að leikmenn eigi að fara í sturtur fyrir leik en við viljum að menn þrífi sig vel, sótthreinsi hendur og annað. Fótbolti er þannig að menn snertast alveg. Ef menn huga að smitgátinni áður en þeir fara inn á völlinn og síðan eftir að þeir koma út af þá minnkar það líkurnar verulega."

Þannig að æfingaleikir eru leyfilegir meðan samkomubannið er í gangi? „Knattspyrnusambandið tekur kannski endanlega ákvörðun um sömuleiðis. Gagnvart samkomubanninu þá erum við ekki að banna kappleikina sem slíka svo lengi sem hægt er að hafa þá innan marka. Þetta eins og margt annað verður örugglega endurskoðað eftir því hvernig reynslan verður og við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Við þurfum líka að hlusta á hvað aðrar þjóðir gera," sagði Víðir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Víði í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner