Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fös 13. mars 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að samkomubannið þýði ekki bann fyrir æfingaleiki hjá félögum á Íslandi. KSÍ hefur frestað öllum leikjum á sínum vegum til 13. apríl vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deildin á að hefjast 22. apríl og Víðir segir að ekki sé búið að banna æfingaleiki.

„Við erum að setja þetta samkomubann á frá og með sunnudagskvöldinu þar sem ekki mega koma meira en 100 manns samn. Það hefur áhrif á alla kappleiki og allt. Það er skynsamleg leið að gera þetta svona. Fótbolti er ekki mikið án áhofenda. Það er einhver heimild til að halda leiki fyrir luktum dyrum, æfingaleiki og annað slíkt. Það er líka mikilvægt að hreyfa sig," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

Hvað þurfa lið sem vilja halda æfingaleiki að gera? „Liðin þurfa að gæta að öllum sóttvörnum. Ég er ekki að segja að leikmenn eigi að fara í sturtur fyrir leik en við viljum að menn þrífi sig vel, sótthreinsi hendur og annað. Fótbolti er þannig að menn snertast alveg. Ef menn huga að smitgátinni áður en þeir fara inn á völlinn og síðan eftir að þeir koma út af þá minnkar það líkurnar verulega."

Þannig að æfingaleikir eru leyfilegir meðan samkomubannið er í gangi? „Knattspyrnusambandið tekur kannski endanlega ákvörðun um sömuleiðis. Gagnvart samkomubanninu þá erum við ekki að banna kappleikina sem slíka svo lengi sem hægt er að hafa þá innan marka. Þetta eins og margt annað verður örugglega endurskoðað eftir því hvernig reynslan verður og við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Við þurfum líka að hlusta á hvað aðrar þjóðir gera," sagði Víðir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Víði í heild.
Athugasemdir
banner