
„Ég er bara í hálfgerðu sjokki, fyrri hálfleikur alveg gersamlega ótrúlegur, við vorum á því allra besta sem ég hef séð til þessara stráka."
Sagði Orri Freyr Hjaltalín hæst ánægður eftir sigur Þórs á Grindavík í dag.
Sagði Orri Freyr Hjaltalín hæst ánægður eftir sigur Þórs á Grindavík í dag.
Lestu um leikinn: Þór 4 - 1 Grindavík
„Seinni hálfleikur var pínu "sloppy" hjá okkur, það er erfitt að fara inní seinni hálfleikinn í svona stöðu og við vorum heppnir að þeir náðu ekki að setja mark á okkur í seinni en heilt yfir solid og flott frammistaða." Sagði Orri
Hvert var uppleggið í þessum leik?
„Við ætluðum að setja pressu á þá. Við unnum vel í því að ráðast á þá upp hægra megin hjá okkur og ég held að við höfum fengið tvö eða þrjú mörk þaðan í fyrri hálfleik. Það leikplan heppnaðist alveg fullkomlega
Eftir fjörugann fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn ansi rólegur, sérstaklega eftir rauða spjaldið.
„Þeir eru með ótrúlega vel mannað og skipulagt lið og verða klárlega í baráttunni að fara upp."
Athugasemdir