Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mán 13. júlí 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Óli Kristjáns ósammála: Vorum ekki andlausir allan leikinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Kristjánsson var svekktur með sína menn eftir 1-2 tap gegn Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Ég er gríðarlega ósáttur að við skildum ekki sérstaklega í fyrri hálfleiknum koma betur inn í þennan leik. Grimmdin var ekki til staðar í fyrri hálfleiknum og fáum á okkur mark sem kemur nánast uppúr engu. Löng sending upp völlinn þar sem við eigum alla möguleika á að gera allt annað en við gerðum."

„Mér fannst viðbrögðin í hálfleik og eftir hálfleik vera betri. Það líktist því sem maður vill sjá hvað varðar hugarfar og grimmd. Komum okkur aftur inn í leikinn með því að skora þetta mark og höfðum þá að mínu mati momentum í leiknum en köstum því aftur frá okkur þegar þeir skora annað markið og komast yfir. Þrátt fyrir það þá fáum við stöður og færi undir lokin sem við klárum ekki."

FH-ingarnir virkuðu andlausir allan leikinn og var Óli spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld?

„Við vorum ekki andlausir allan leikinn, ég er ekki sammála því en vorum nógu mikið andlausir til þess að við fengum ekkert út úr þessum leik."

„Uppleggið var að fara að og stressa þá í þeirra uppbyggingu og þvinga þá til að setja bolta í svæði sem við vildum vera nær þeim og þéttari og vinna boltan á miðjunni."

„Við vinnum hann í tvö eða þrjú skipti á þeirra vallarhelmingi í stöðunni 3 á 3 sem við förum gríðarlega ílla með. Það voru moment sem við verðum að taka"

„í seinni hálfleik breytum við aðeins eftir korter og vorum með 2 sentera og þá var uppleggið að fá bakverðina hátt upp en vera áfram þéttari á miðjunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um skiptingu sína á Birni Daníel og ástæðan fyrir að Atli Guðnason hafi sitið í stúkunni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner