Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 13. júlí 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Óli Kristjáns ósammála: Vorum ekki andlausir allan leikinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Kristjánsson var svekktur með sína menn eftir 1-2 tap gegn Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Ég er gríðarlega ósáttur að við skildum ekki sérstaklega í fyrri hálfleiknum koma betur inn í þennan leik. Grimmdin var ekki til staðar í fyrri hálfleiknum og fáum á okkur mark sem kemur nánast uppúr engu. Löng sending upp völlinn þar sem við eigum alla möguleika á að gera allt annað en við gerðum."

„Mér fannst viðbrögðin í hálfleik og eftir hálfleik vera betri. Það líktist því sem maður vill sjá hvað varðar hugarfar og grimmd. Komum okkur aftur inn í leikinn með því að skora þetta mark og höfðum þá að mínu mati momentum í leiknum en köstum því aftur frá okkur þegar þeir skora annað markið og komast yfir. Þrátt fyrir það þá fáum við stöður og færi undir lokin sem við klárum ekki."

FH-ingarnir virkuðu andlausir allan leikinn og var Óli spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld?

„Við vorum ekki andlausir allan leikinn, ég er ekki sammála því en vorum nógu mikið andlausir til þess að við fengum ekkert út úr þessum leik."

„Uppleggið var að fara að og stressa þá í þeirra uppbyggingu og þvinga þá til að setja bolta í svæði sem við vildum vera nær þeim og þéttari og vinna boltan á miðjunni."

„Við vinnum hann í tvö eða þrjú skipti á þeirra vallarhelmingi í stöðunni 3 á 3 sem við förum gríðarlega ílla með. Það voru moment sem við verðum að taka"

„í seinni hálfleik breytum við aðeins eftir korter og vorum með 2 sentera og þá var uppleggið að fá bakverðina hátt upp en vera áfram þéttari á miðjunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um skiptingu sína á Birni Daníel og ástæðan fyrir að Atli Guðnason hafi sitið í stúkunni í kvöld.
Athugasemdir