Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo: Rígurinn milli mín og Messi hjálpar íþróttinni
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru og hafa verið bestu knattspyrnumenn í heimi undanfarin áratug og rúmlega það. Saman hafa þeir unnið ellefu Ballon d'Or, besti knattspyrnumaur í heimi verðlaunin.

Ronaldo sagði í viðtali í gær hvað heillaði hann við feril Messi og hvernig Messi hafi náð að ýta sér áfram til að bæta eigin leik.

„Ég dáist að ferli Messi til þessa. Hann hefur sagt að hann hafi átt smá erfitt þegar ég fór úr spænsku deildinni því hann kunni að meta ríginn og samkeppnina milli okkar," sagði Ronaldo við RMC Sports.

„Þetta er einn af þessum góðu, jákvæðu rígum sem eru til í fótbolta en svona hefur verið til í öðrum íþróttum. Michael Jordan átti í harðri keppni við aðra í körfuboltanum, barátta Senna og Prost var einnig gríðarleg í Formúlunni."

„Það sem er sameiginlegt í þessu er að þarna var mikill rígur og það hjálpar íþróttinni."


Sjá einnig:
Messi: El Clasico ekki eins stór án Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner