Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   lau 14. maí 2022 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma missteig sig gegn föllnu liði Venezia
Mynd: EPA
Daniele De Rossi og Francesco Totti voru auðvitað í stúkunni í síðasta heimaleik tímabilsins
Daniele De Rossi og Francesco Totti voru auðvitað í stúkunni í síðasta heimaleik tímabilsins
Mynd: EPA
Venezia er fallið niður í B-deildina á Ítalíu eftir úrslit dagsins en liðið gerði 1-1 jafntefli við Roma í lokaleik dagsins.

Empoli og Salernitana gerðu 1-1 jafntefli þar sem Federico Bonazzoli jafnaði metin fyrir Salernitana þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Diego Perotti gat tryggt Salernitana sigur og um leið sæti í efstu deild þegar liðið fékk vítaspyrnu á 84. mínútu en Guglielmo Vicario varði frá honum.

Leiknum lauk því 1-1 en þessi úrslit þýða það að Venezia er fallið niður í B-deildina og var það ljós áður en liðið mætti Roma í síðasta leiknum í dag.

Salernitana er á meðan í 17. sæti deildarinnar með 31 stig. Cagliari er í 18. sæti með 29 stig og Genoa í 19. sæti með 28 stig. Cagliari mætir Inter á morgun á meðan Genoa heimsækir Napoli.

Roma missteig sig í baráttunni um Evrópudeildarsæti er liðið gerði 1-1 jafntefli við Venezia. David Okereke kom Venezia yfir á 1. mínútu en hálftíma síðar missti liðið Sofian Kiyine af velli. Hann sparkaði viljandi í punginn á Lorenzo Pellegrini og uppskar því rautt spjald.

Eldor Shomuroduv náði jöfnunarmarki fyrir Roma en lengra komst liðið ekki. Roma er í 6. sæti með 60 stig en þarf að treysta á að Atalanta og Fiorentina tapi stigum á morgun.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 1 - 1 Salernitana
1-0 Patrick Cutrone ('31 )
1-1 Federico Bonazzoli ('76 )
1-1 Diego Perotti ('84 , Misnotað víti)

Verona 0 - 1 Torino
0-1 Josip Brekalo ('19 )

Roma 1 - 1 Venezia
0-1 David Okereke ('1 )
1-1 Eldor Shomurodov ('76 )
Rautt spjald: Sofian Kiyine, Venezia ('32)

Udinese 2 - 3 Spezia
1-0 Nahuel Molina ('26 )
1-1 Daniele Verde ('35 )
1-2 Emmanuel Gyasi ('45 )
1-3 Giulio Maggiore ('47 )
2-3 Pablo Mari ('90 )
2-3 Rey Manaj ('90 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
5 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
6 Juventus 18 9 6 3 24 16 +8 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 18 6 5 7 23 22 +1 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner