Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
   mið 14. maí 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Tufa þjálfari Vals
Tufa þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir flottan sigur á Þrótti í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Þróttur R.

„Ánægður með sigurinn. Það var okkar markmið að vinna leikinn og koma okkur áfram" Sagði Túfa þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld.

„Mjög góðir svona fyrstu 60 mínútur. Algjört 'control' á leiknum og erum 2-0 yfir og gátum skorað fleirri sérstaklega í fyrri hálfleik" 

„Eftir það þá fórum við úr fimmta gír niður í fjórða og svo þriðja og hleypum þeim inn í leikinn. Mark sem við fáum á okkur sem er í rauninni bara okkar mistök og þá í svona bikarleikjum getur allt gerst" 

„Þróttur er með flott lið og að mínu mati eitt af tveimur eða þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni. Ég fylgist mikið með Lengjudeildinni líka"

Valsmenn voru mun betri aðilinn framan af en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tóku Þróttarar öll völd.

„Við fórum aðeins niður hugsandi að þetta væri bara búið. Við vorum 2-0 yfir og á undan því þá man ég ekki eftir skoti á markið eða neitt. Þessi leikur var algjörlega undir control"

„fótbolti er bara þannig að um leið og þú svona droppar aðeins þá fyrir lið sem gefast ekki upp eins og Þróttarar eru þá ná þeir að komast betur inn í leikina og markið sem að þeir skora eftir okkar mistök hjálpa þeim að koma betur inn og fá trú á þetta en jafnvel eftir það fyrir utan eitt færi hérna í lokin þá náðum við alveg að verjast vel en gátum alveg haldið boltanum betur og refsað þeim í nokkrum skyndisóknir sem að við fengum þegar þeir tóku áhættur" 

Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic þjálfara Vals í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner