Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 14. júní 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis R., var eðlilega svekktur eftir 2-0 tap gegn KR-ingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld en gat þó ekki útskýrt af hverju fór sem fór.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

KR-ingar komust yfir á 6. mínútu eftir hornspyrnu en boltinn barst á Pálma Rafn Pálmason í teignum sem hamraði knettinum í netið.

Leiknismenn náðu að koma sér inn í leikinn þegar það fór að líða á fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góð færi en KR-ingar náðu þó að berja þá niður með öðru marki í upphafi þess síðari.

„Það voru einhverjar mínútur þar sem við sýndum smá karakter en þær voru ekkert margar í heildina," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum vel en svo fáum við markið á okkur. Svo rífum við okkur aðeins í gang seinni partinn af fyrri hálfleiknum en svo fáum við seinna markið á okkur. KR eru góðir í því sem þeir gera, KR voru KR í dag."

„Skora úr fasta leikatriðinu, svo voru þeir passífir og refsuðu vel. Þeir náðu að svæfa okkur fannst mér. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn dag og margir bara í liðinu okkar."


Deildin var í tveggja vikna pásu en Brynjar segir að liðið hafi æft vel og að það hafi ekki haft verri áhrif.

„Við erum búnir að æfa mjög vel og pásan hefur ekkert verri áhrif á okkur heldur en þá."

Hann var að etja kappi við þá Kristján Flóka Finbogason og Kjartan Henry Finnbogason í leiknum. Brynjar segir það alltaf gaman að mæta góðum framherjum.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner