Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 14. júní 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis R., var eðlilega svekktur eftir 2-0 tap gegn KR-ingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld en gat þó ekki útskýrt af hverju fór sem fór.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

KR-ingar komust yfir á 6. mínútu eftir hornspyrnu en boltinn barst á Pálma Rafn Pálmason í teignum sem hamraði knettinum í netið.

Leiknismenn náðu að koma sér inn í leikinn þegar það fór að líða á fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góð færi en KR-ingar náðu þó að berja þá niður með öðru marki í upphafi þess síðari.

„Það voru einhverjar mínútur þar sem við sýndum smá karakter en þær voru ekkert margar í heildina," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum vel en svo fáum við markið á okkur. Svo rífum við okkur aðeins í gang seinni partinn af fyrri hálfleiknum en svo fáum við seinna markið á okkur. KR eru góðir í því sem þeir gera, KR voru KR í dag."

„Skora úr fasta leikatriðinu, svo voru þeir passífir og refsuðu vel. Þeir náðu að svæfa okkur fannst mér. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn dag og margir bara í liðinu okkar."


Deildin var í tveggja vikna pásu en Brynjar segir að liðið hafi æft vel og að það hafi ekki haft verri áhrif.

„Við erum búnir að æfa mjög vel og pásan hefur ekkert verri áhrif á okkur heldur en þá."

Hann var að etja kappi við þá Kristján Flóka Finbogason og Kjartan Henry Finnbogason í leiknum. Brynjar segir það alltaf gaman að mæta góðum framherjum.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner