Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 14. júní 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis R., var eðlilega svekktur eftir 2-0 tap gegn KR-ingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld en gat þó ekki útskýrt af hverju fór sem fór.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

KR-ingar komust yfir á 6. mínútu eftir hornspyrnu en boltinn barst á Pálma Rafn Pálmason í teignum sem hamraði knettinum í netið.

Leiknismenn náðu að koma sér inn í leikinn þegar það fór að líða á fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góð færi en KR-ingar náðu þó að berja þá niður með öðru marki í upphafi þess síðari.

„Það voru einhverjar mínútur þar sem við sýndum smá karakter en þær voru ekkert margar í heildina," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum vel en svo fáum við markið á okkur. Svo rífum við okkur aðeins í gang seinni partinn af fyrri hálfleiknum en svo fáum við seinna markið á okkur. KR eru góðir í því sem þeir gera, KR voru KR í dag."

„Skora úr fasta leikatriðinu, svo voru þeir passífir og refsuðu vel. Þeir náðu að svæfa okkur fannst mér. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn dag og margir bara í liðinu okkar."


Deildin var í tveggja vikna pásu en Brynjar segir að liðið hafi æft vel og að það hafi ekki haft verri áhrif.

„Við erum búnir að æfa mjög vel og pásan hefur ekkert verri áhrif á okkur heldur en þá."

Hann var að etja kappi við þá Kristján Flóka Finbogason og Kjartan Henry Finnbogason í leiknum. Brynjar segir það alltaf gaman að mæta góðum framherjum.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner