Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 14. júní 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis R., var eðlilega svekktur eftir 2-0 tap gegn KR-ingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld en gat þó ekki útskýrt af hverju fór sem fór.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

KR-ingar komust yfir á 6. mínútu eftir hornspyrnu en boltinn barst á Pálma Rafn Pálmason í teignum sem hamraði knettinum í netið.

Leiknismenn náðu að koma sér inn í leikinn þegar það fór að líða á fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góð færi en KR-ingar náðu þó að berja þá niður með öðru marki í upphafi þess síðari.

„Það voru einhverjar mínútur þar sem við sýndum smá karakter en þær voru ekkert margar í heildina," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum vel en svo fáum við markið á okkur. Svo rífum við okkur aðeins í gang seinni partinn af fyrri hálfleiknum en svo fáum við seinna markið á okkur. KR eru góðir í því sem þeir gera, KR voru KR í dag."

„Skora úr fasta leikatriðinu, svo voru þeir passífir og refsuðu vel. Þeir náðu að svæfa okkur fannst mér. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn dag og margir bara í liðinu okkar."


Deildin var í tveggja vikna pásu en Brynjar segir að liðið hafi æft vel og að það hafi ekki haft verri áhrif.

„Við erum búnir að æfa mjög vel og pásan hefur ekkert verri áhrif á okkur heldur en þá."

Hann var að etja kappi við þá Kristján Flóka Finbogason og Kjartan Henry Finnbogason í leiknum. Brynjar segir það alltaf gaman að mæta góðum framherjum.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner