Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 15. maí 2022 16:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Snær: Er í góðu standi og tilbúinn fyrir sumarið
Davíð Snær Jóhannsson leikmaður FH.
Davíð Snær Jóhannsson leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti eyjamönnum í ÍBV í dag á Kaplakrikavelli þegar flautað var til leiks í 6.umferð Bestu deildar karla.

Bæði lið höfðu farið heldur hægt af stað og því til mikils að vinna í þessum leik. Eftir erfiða byrjun í leiknum tóku FH forystuna og létu hana ekki af hendi.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Bara geggjað að ná í þessi þrjú stig, okkur hefur vantað stigin í byrjun móts og geggjað að geta rifið sig aðeins upp töfluna og komist á smá ról." Sagði Davíð Snær Jóhannsson leikmaður FH eftir leikinn í dag.

„Þetta var ekki að opnast fyrir okkur þarna í byrjun en við vorum þolinmóðir og það var kannski ekkert mikið að gerast í leiknum en við vorum bara að reyna að finna okkar tempó og þegar markið kom fannst mér við fara svolítið á flug og þeir ekki eiga breik í okkur eftir það." 

Davíð Snær hefur enn ekki tapað leik í byrjunarliði FH og er spenntur fyrir komandi tímum.

„Mér líður mjög vel hérna og hlakka til komandi tíma. Mér finnst ég vera byrja vel og er í góðu standi og tilbúin fyrir sumarið."

Nánar er rætt við Davíð Snær Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir