Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 15. ágúst 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi grillar ofan í liðið: Fengum smjörþefinn í fyrra
Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vonast til að það verði fullt af fólki," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net en í kvöld heimsækja Blikar lið Víkings R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer hann fram undir flóðljósunum á Víkingsvelli. Víkingur fór síðast í bikarúrslit 1971 þegar liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðablik, en stefnt er á að setja vallarmet á Víkingsvelli í kvöld.

Breiðablik fór í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar gegn Stjörnunni í vítapsyrnukeppni. Nú dugar ekkert annað en að fá bikarinn í hendurnar.

„Það er það sem við viljum. Við fengum smjörþefinn í fyrra, en við viljum vinna þennan titil. Hann er stór og þetta er stórleikur í íslenskum fótbolta."

Um leikinn gegn Víkingum segir Gústi: „Ég reikna með að þetta verði mikil skemmtun, mikill hraði og sóknarbolti. Ég býst við hörkuleik. Víkingarnir eru með gott lið. Þetta eru undanúrslit í bikar og hvorugt lið er sigurstranglegra. Þetta verður 50/50 leikur og bara spurning um hvernig liðin koma gíruð."

„Það eru allir klárir hjá mér. Við tökum æfingu eftir klukkutíma og svo tökum við stöðuna á hópnum. Við grillum ofan í liðið og horfum á FH - KR í hinum undanúrslitaleiknum. Við verðum tilbúnir á morgun," sagði Gústi í gær.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner