Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   fim 15. ágúst 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi grillar ofan í liðið: Fengum smjörþefinn í fyrra
watermark Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vonast til að það verði fullt af fólki," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net en í kvöld heimsækja Blikar lið Víkings R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer hann fram undir flóðljósunum á Víkingsvelli. Víkingur fór síðast í bikarúrslit 1971 þegar liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðablik, en stefnt er á að setja vallarmet á Víkingsvelli í kvöld.

Breiðablik fór í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar gegn Stjörnunni í vítapsyrnukeppni. Nú dugar ekkert annað en að fá bikarinn í hendurnar.

„Það er það sem við viljum. Við fengum smjörþefinn í fyrra, en við viljum vinna þennan titil. Hann er stór og þetta er stórleikur í íslenskum fótbolta."

Um leikinn gegn Víkingum segir Gústi: „Ég reikna með að þetta verði mikil skemmtun, mikill hraði og sóknarbolti. Ég býst við hörkuleik. Víkingarnir eru með gott lið. Þetta eru undanúrslit í bikar og hvorugt lið er sigurstranglegra. Þetta verður 50/50 leikur og bara spurning um hvernig liðin koma gíruð."

„Það eru allir klárir hjá mér. Við tökum æfingu eftir klukkutíma og svo tökum við stöðuna á hópnum. Við grillum ofan í liðið og horfum á FH - KR í hinum undanúrslitaleiknum. Við verðum tilbúnir á morgun," sagði Gústi í gær.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner