Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 15. september 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Við í versta falli verðum núna jafnir Víkingum að stigum. Við erum með 49 stig og það er það næst mesta sem að Breiðablik hefur náð í 22 leikjum." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik settu pressu á Víkinga fyrir morgundaginn um hvor liðið endar í efsta sætinu þegar skiptingin fer fram og fær þá heimaleikinn í lokaumferðinni. 

„Þú getur horft á þetta á tvo vegu, að rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill. Þannig ef þú tekur hann út fyrir sviga og horfir á fyrstu fjóra leikina hjá liðunum í úrslitakeppninni þá fær liðið í öðru sæti þrjá heimaleiki og útileik á móti liðinu í 6.sætinu." 

„Liðið í fyrsta sæti fær tvo heima og tvo úti. Útileikirnir eru á móti liðunum í þriðja og fjórða. Þannig það er allt gert til að búa til úrslitaleik." 

„Það þýðir það líka að liðið sem lendir í öðru sæti að einhverju leyti gætu bara nýtt sér það að þetta sé svona og verið búnir að klára þetta fyrir síðasta leik. Hinsvegar ef þú ert í fyrsta sæti þá er auðvitað frábært að eiga síðasta leikinn heima þannig að í rauninni skiptir það ekki okkur öllu máli. Við erum búnir að líta á það hvor kostinn sem verður, hvort sem Víkingarnir vinni á morgun eða ekki að við séum í góðri stöðu og séum með þetta í okkar höndum og pælum bara ekkert meira í því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner