Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   sun 15. september 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Við í versta falli verðum núna jafnir Víkingum að stigum. Við erum með 49 stig og það er það næst mesta sem að Breiðablik hefur náð í 22 leikjum." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik settu pressu á Víkinga fyrir morgundaginn um hvor liðið endar í efsta sætinu þegar skiptingin fer fram og fær þá heimaleikinn í lokaumferðinni. 

„Þú getur horft á þetta á tvo vegu, að rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill. Þannig ef þú tekur hann út fyrir sviga og horfir á fyrstu fjóra leikina hjá liðunum í úrslitakeppninni þá fær liðið í öðru sæti þrjá heimaleiki og útileik á móti liðinu í 6.sætinu." 

„Liðið í fyrsta sæti fær tvo heima og tvo úti. Útileikirnir eru á móti liðunum í þriðja og fjórða. Þannig það er allt gert til að búa til úrslitaleik." 

„Það þýðir það líka að liðið sem lendir í öðru sæti að einhverju leyti gætu bara nýtt sér það að þetta sé svona og verið búnir að klára þetta fyrir síðasta leik. Hinsvegar ef þú ert í fyrsta sæti þá er auðvitað frábært að eiga síðasta leikinn heima þannig að í rauninni skiptir það ekki okkur öllu máli. Við erum búnir að líta á það hvor kostinn sem verður, hvort sem Víkingarnir vinni á morgun eða ekki að við séum í góðri stöðu og séum með þetta í okkar höndum og pælum bara ekkert meira í því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner