Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 15. september 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Við í versta falli verðum núna jafnir Víkingum að stigum. Við erum með 49 stig og það er það næst mesta sem að Breiðablik hefur náð í 22 leikjum." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik settu pressu á Víkinga fyrir morgundaginn um hvor liðið endar í efsta sætinu þegar skiptingin fer fram og fær þá heimaleikinn í lokaumferðinni. 

„Þú getur horft á þetta á tvo vegu, að rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill. Þannig ef þú tekur hann út fyrir sviga og horfir á fyrstu fjóra leikina hjá liðunum í úrslitakeppninni þá fær liðið í öðru sæti þrjá heimaleiki og útileik á móti liðinu í 6.sætinu." 

„Liðið í fyrsta sæti fær tvo heima og tvo úti. Útileikirnir eru á móti liðunum í þriðja og fjórða. Þannig það er allt gert til að búa til úrslitaleik." 

„Það þýðir það líka að liðið sem lendir í öðru sæti að einhverju leyti gætu bara nýtt sér það að þetta sé svona og verið búnir að klára þetta fyrir síðasta leik. Hinsvegar ef þú ert í fyrsta sæti þá er auðvitað frábært að eiga síðasta leikinn heima þannig að í rauninni skiptir það ekki okkur öllu máli. Við erum búnir að líta á það hvor kostinn sem verður, hvort sem Víkingarnir vinni á morgun eða ekki að við séum í góðri stöðu og séum með þetta í okkar höndum og pælum bara ekkert meira í því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner