Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu nágranna sína í neðri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tóku á móti HK í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið yfir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í aðdragandanum að því marki. Mikið af ákvörðunum sem voru teknar í aðdraganda af því marki sem að voru bara lélegar." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Auðvitað líka innan við þrjátíu sekúndum frá því að við gætum komist í 3-2 að lenda þá 3-2 undir var líka erfitt. Sérstaklega svona stuttu eftir að við fengum á okkur 2-2 markið." 

Ómar Ingi fannst pirrandi að ná að skora þrjú mörk en ekki ná að láta þau skipta neinu teljandi máli. 

„Það er ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs. Það er mjög svekkjandi að gefa okkur ekki betri tækifæri á því að láta þessi mörk skipta einhverju máli. Það er pirrandi stuttu eftir leik. Þessi augnarblik í kringum 2-2 og 3-2 markið eru okkur bara alltof dýr." 

HK enda í 10.sæti deildarinnar og verða fyrir ofan rauðu línuna þegar úrslitakeppnin fer af stað.

„Ætli þú verðir ekki að spyrja Leiknismennina 22' af því [um hversu mikilvægt það væri að enda fyrir ofan rauðu línuna]. Þetta er fljótt að breytast. Við fáum t.d. útileik á móti Vestra í ljósi þess að við erum fyrir ofan rauðu línuna en ekki því sem er í 11.sæti. Það verður bara að koma í ljós hvort það sé betra eða ekki. Við eigum allavega stig á liðin fyrir neðan okkur og við verðum að halda því þannig."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner