Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu nágranna sína í neðri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tóku á móti HK í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið yfir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í aðdragandanum að því marki. Mikið af ákvörðunum sem voru teknar í aðdraganda af því marki sem að voru bara lélegar." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Auðvitað líka innan við þrjátíu sekúndum frá því að við gætum komist í 3-2 að lenda þá 3-2 undir var líka erfitt. Sérstaklega svona stuttu eftir að við fengum á okkur 2-2 markið." 

Ómar Ingi fannst pirrandi að ná að skora þrjú mörk en ekki ná að láta þau skipta neinu teljandi máli. 

„Það er ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs. Það er mjög svekkjandi að gefa okkur ekki betri tækifæri á því að láta þessi mörk skipta einhverju máli. Það er pirrandi stuttu eftir leik. Þessi augnarblik í kringum 2-2 og 3-2 markið eru okkur bara alltof dýr." 

HK enda í 10.sæti deildarinnar og verða fyrir ofan rauðu línuna þegar úrslitakeppnin fer af stað.

„Ætli þú verðir ekki að spyrja Leiknismennina 22' af því [um hversu mikilvægt það væri að enda fyrir ofan rauðu línuna]. Þetta er fljótt að breytast. Við fáum t.d. útileik á móti Vestra í ljósi þess að við erum fyrir ofan rauðu línuna en ekki því sem er í 11.sæti. Það verður bara að koma í ljós hvort það sé betra eða ekki. Við eigum allavega stig á liðin fyrir neðan okkur og við verðum að halda því þannig."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir