Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu nágranna sína í neðri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tóku á móti HK í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið yfir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í aðdragandanum að því marki. Mikið af ákvörðunum sem voru teknar í aðdraganda af því marki sem að voru bara lélegar." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Auðvitað líka innan við þrjátíu sekúndum frá því að við gætum komist í 3-2 að lenda þá 3-2 undir var líka erfitt. Sérstaklega svona stuttu eftir að við fengum á okkur 2-2 markið." 

Ómar Ingi fannst pirrandi að ná að skora þrjú mörk en ekki ná að láta þau skipta neinu teljandi máli. 

„Það er ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs. Það er mjög svekkjandi að gefa okkur ekki betri tækifæri á því að láta þessi mörk skipta einhverju máli. Það er pirrandi stuttu eftir leik. Þessi augnarblik í kringum 2-2 og 3-2 markið eru okkur bara alltof dýr." 

HK enda í 10.sæti deildarinnar og verða fyrir ofan rauðu línuna þegar úrslitakeppnin fer af stað.

„Ætli þú verðir ekki að spyrja Leiknismennina 22' af því [um hversu mikilvægt það væri að enda fyrir ofan rauðu línuna]. Þetta er fljótt að breytast. Við fáum t.d. útileik á móti Vestra í ljósi þess að við erum fyrir ofan rauðu línuna en ekki því sem er í 11.sæti. Það verður bara að koma í ljós hvort það sé betra eða ekki. Við eigum allavega stig á liðin fyrir neðan okkur og við verðum að halda því þannig."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir