Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 16. apríl 2025 21:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
John óhress í Víkinni í kvöld.
John óhress í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður. Ég er þó sáttur við það að leikmennirnir lögðu sig fram og sýndu að þær eru í formi. Við náðum okkar leik samt aldrei í gang," Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Víkingar náðu sér ekki í gang í dag. Fyrsta mark leiksins var þó fremur sérkennilegt og leiðinlegt fyrir Víkinga að fá það á sig.

„Þetta var sérkennilegt mark. Skoppar af slánni og þær ná frákastinu. Við vorum ekki spila vel fram að því en þær voru ekki að opna okkur og við vorum nokkuð skipulagðar. Þess vegna var erfitt að kyngja þessu"

Víkingar hefðu getað komið sér aftur inn í þennan leik eftir að þær minnkuðu muninn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir brenndi meðal annars af dauðafæri stuttu eftir að Víkingur minnkaði munninn.

„Meira segja í 4-1 var ég að segja við stelpurnar að þetta væri ekki búið. Þetta er bara sú menning sem við höfum byggt upp hér að við gefumst ekki upp. Ég trúði því að ef við myndum skora þá myndum við jafna. Þórdís gerði vel og átti gott hlaup inn fyrir en var óheppin."

Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni sem tapaði líka stórt í fyrstu umferð, 6-1 gegn Breiðabliki.

„Andrúmsloftið í liðinu er gott. Ég var í klefanum með stelpunum og þær skilja að við erum ekki að fara öskra á þær og kenna neinum um og skemma sjálfstraustið. Við gerðum okkar besta. Þetta voru sérkennileg mörk sem við fengum á okkur. Í næsta leik þurfum við að eiga góðan dag og vonandi finnum við okkar einkenni aftur."
Athugasemdir
banner
banner