Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mán 16. júlí 2018 22:05
Egill Sigfússon
Thomas Mikkelsen: Var uppgefinn undir lok leiks
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Mynd: Breiðablik
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 12.umferð Pepsí-deildar karla. Thomas Mikkelsen var að spila sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik og skoraði strax eftir 14 mínútur. Thomas var að vonum ánægður með sigurinn þótt hann telji liðið geta spilað betur en í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með sigurinn, mér fannst við geta spilað betur en í dag en allra mikilvægast er að liðið vann í dag og ég er ánægður."

Thomas skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið og var hæstánægður með það en sagði að hann hefði verið búinn á því undir lokin og þyrfti smá tíma til að komast í hundrað prósent leikform.

„Þetta var góður fyrsti leikur fyrir mig en ég hef auðvitað ekki spilað leik í tvo og hálfan mánuð svo þetta var erfiður leikur fyrir mig en formið kemur þegar ég spila fleiri leiki. Ég var dauðþreyttur í lok leiks og ég gat ekki hlaupið meira."

Thomas líkar lífið vel hjá Blikunum eftir að hafa verið hér í þrjár vikur og hefur ekkert nema gott að segja um nýju liðsfélaga sína.

„Strákarnir eru frábærir, þeir hafa séð mjög vel um mig og mér líkar lífið hér virkilega vel."
Athugasemdir
banner