Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   þri 16. júlí 2019 22:11
Arnar Daði Arnarsson
Þórhallur: Verðum að ná í sigur í næsta leik
Þórhallur Siggeirsson.
Þórhallur Siggeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Gróttu í 12. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.

Þróttur fékk tækifæri til að komast yfir í leiknum en þegar upp er staðið voru það nýliðar Gróttu sem skoruðu eina mark leiksins og fóru heim á Nesið með öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Grótta

„Við töpuðum þessum leik og það er óþolandi. Við lögðum gríðarlega mikla orku í þetta og mér fannst vera góður gír í þessu hjá okkur. Við fórum í síðasta leik í Mosfellsbæ og áttum alls ekki góðan dag. Menn vildu svara fyrir það og menn gerðu það. Það er sorglegt að við höfum ekki náð að búa til einhver stig í leiðinni," sagði Þórhallur.

Þróttur er í 8. sæti deildarinnar nokkrum stigum fyrir ofan fallsætið. Liðið fer í Njarðvík og mætir þar Njarðvíkingum í næstu umferð en þeir eru einmitt í fallsæti deildarinnar.

„Ég er ánægður með andann og það sem menn lögðu í þennan leik. Ég vona svo innilega að við tökum pirringinn úr þessum leik með okkur inní leikinn á laugardaginn, af því að við verðum að ná í sigur þar. Þetta hugarfar og við bætum við smá gæðum og krafti þá verðum við að ná í sigur í næsta leik," sagði Þórhallur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Athugasemdir
banner