Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   þri 16. júlí 2024 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur við margt í þessum leik. Að klára þennan leik var lykilatriði. Við gerðum okkur grein fyrir því að það kæmi smá spennufall með því að vinna Þýskaland en mér fannst við höndla þetta með fagmennsku," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-1 útisigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur skipti okkur alltaf máli. Við vorum að berjast fyrir því að vera sem hæst 'rönkuð' í öllu því sem við erum að gera. Það tókst bara í dag."

Ísland endar í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en liðið náði í 13 stig í sex leikjum. Stelpurnar hefðu unnið riðilinn ef Þýskaland hefði ekki unnið Austurríki á sama tíma.

„VIð vorum ekkert að fylgjast með þeim leik. Við bjuggumst alltaf við því (að Þýskaland) myndi vinna og við vorum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta snerist bara um að vinna þennan leik og ef eitthvað gott myndi gerast í Þýskalandi, þá hefðum við tekið því fagnandi."

„Það eru góð lið sem enda í þriðja sæti í þessum riðlum. Þetta eru hörkulið sem við hefðum getað lent á móti í þessum umspili. Að losna við það er frábært. Það var markmiðið og það tókst. Við erum glöð með það."

Steini var spurður út í skemmtilegan misskilning hjá pólska sjónvarpsfólkinu í kvöld. Þau héldu að Þorvaldur Ingimundarson væri þjálfari Íslands og beindu ítrekað myndavélunum að honum.

„Ég held að hann hafi verið bara best klæddi maðurinn á bekknum. Þau héldu að best klæddi maðurinn væri þjálfarinn sem er aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn," sagði Steini og brosti, en þarf hann að rífa sig í gang í klæðaburðinum?

„Greinilega. Maður þarf að vera í skyrtu, jakka og flottur. Það er gaman að þessu, mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Hann var reyndar langt til hliðar og ég skildi alveg hvernig þau gátu ruglast á þessu. Þetta er bara frábært móment raunverulega."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræður um næstu mánuði hjá landsliðinu og EM næsta sumar.
Athugasemdir