Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
   mið 16. ágúst 2017 15:25
Magnús Már Einarsson
Æfingasvæði Everton
Fréttamaður Sky: Koeman brosti út að eyrum þegar hann talaði um Gylfa
Icelandair
Richard Graves á æfingasvæði Everton í dag.
Richard Graves á æfingasvæði Everton í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór Sigurðsson mun frá og með deginum í dag  leika í bláum búningum með Everton eins og hann gerir með íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson mun frá og með deginum í dag leika í bláum búningum með Everton eins og hann gerir með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronald Koeman þjálfari Everton.
Ronald Koeman þjálfari Everton.
Mynd: Getty Images
„Fréttir af Gylfa hafa verið út um allt í fréttum á Englandi í sumar," sagði Richard Graves fréttamaður Sky í dag en eins og Fótbolti.net er hann mættur til Liverpool til að fylgja eftir fréttum af félagaskiptum Gylfa Þórs Sigurðssonar til Everton frá Swansea.

„Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton hefur ekkert reynt að leyna því að Gylfi hefur verið hans aðalskotmark í leikmannamálum í sumar. Þetta hefur verið erfitt því Swansea vildi ekki missa leikmanninn sem skipti þá öllu máli í að bjarga sæti sínu í deildinni á síðustu leiktíð," hélt hann áfram og sagði svo:

„29 mörk í yfir 100 leikjum í ensku úrvalsdeildinni segir sína sögu og kaupverðið líka því við teljum að það sé um 45 milljónir punda. Það er met hjá Everton og segir okkur hversu mikils þeir meta hann."

Swansea hafði viljað fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en hvers virði telur Graves að Gylfi sé í raun og veru?

„Hann er þess virði sem félagið er tilbúið að greiða. Við sáum Neymar fara til PSG frá Barcelona á 198 milljónir og hver bjóst við að það gæti gerst? En 45 milljónir punda er félagsmet hjá Everton. Þeir hafa alveg komið því á framfæri að þeir ætla að berjast um að vera meðal fjögurra bestu í úrvalsdeildinni."

Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Gylfa í sumar en þetta hefur tekið sinn tíma og klárast loks í dag.

„Þið sáuð á fréttamannafundinum í dag að Ronaldo Koeman brosti út að eyrum þegar hann talaði um Gylfa Sigurðsson. Hann telur augljóslega að hann geti verið mikilvægur hluti af þessu Everton liði."

Koeman seldi Romelu Lukaku til Man Utd í sumar og sagði á fréttamannafundi í dag að með Gylfa muni koma mörk sem fóru með Lukaku.

„Það þarf að koma með mörg mörk í staðinn því hann skoraði 26 fyrir Everton á síðustu leiktíð. En auðvitað er Wayne Rooney líka kominn aftur frá Manchester United og þeir verða að finna mörk annars staðar. David Klaassen er að koma frá Ajax líka. Gylfi Sigurðsson sýndi, sérstaklega á seinni hluta síðustu leiktíðar, að hann er miðjumaður sem kemur inn í teiginn og hefur auga fyrir mörkum. Everton sagði í fyrra að það væri frábært að vera með Lukaku sem skoraði 26 mörk en hvaðan áttu þau að koma annars staðar frá? Enginn annar fór yfir 10 mörk. Kannski mun Gylfi Sigurðsson vera hluti af lausninni á því vandamáli."

Gylfi er þekktur fyrir frábær föst leikatriði en það sama má segja um Wayne Rooney sem kom til félagsins frá Man Utd í sumar. En hver tekur þá föstu leikatriðin hjá Everton í vetur?

„Það er ekki bara Wayne Rooney því þeir eru líka með Leighton Baines. Það má búast við mikilli samkeppni um þetta á æfingavellinum en þetta veltur örugglega á því hvar boltinn er á vellinum. Þeir fá örugglega allir sín tækifæri, þetta eru mismunandi færi og leikir."

Tölfræðin segir þó að Gylfi er bestur þeirra allra í föstu leikatriðunum.

„Hann sannaði það klárlega innan vallar í leikjum og það á stórum augnablikum í leikjum. Þið munið eftir leiknum á Old Trafford á síðustu leiktíð þegar hann skoraði þetta mikilvæga mark fyrir Swansea. Hann er vel slípaður leikmaður sem getur ráðið úrslitum þegar hann tekur ákvarðanir. Ég held að Ronald Koeman líki best við það hjá honum. Hann getur séð sendingu og tækifæri og opnað leikina."

Gylfi var algjör lykilmaður hjá Swansea á síðustu leiktíð og Graves segir að félagið sé að missa mikið.

„Þetta er mikið áfall fyrir Swansea, allir sem tengjast úrvalsdeildinni tala um hversu mikilvægur Gylfi var fyrir félagið þegar Swansea bjargaði sér frá falli í fyrra. Hann var leiðtogi innan og utan vallar og það er vont að missa hann á þessum tímapunkti þar sem þú hefur tvær vikur og einn dag áður en félagaskiptaglugginn lokar. Vissulega fá þeir 45 milljónir punda en það er ekki svo auðvelt að eyða því og sér í lagi ekki auðvelt að fá mann í stað manns eins og Gylfa Sigurðssonar. Þetta verður erfitt fyrir þá."

Sjá einnig:
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Uppboð: Everton treyja árituð af Gylfa - Hæsta boð 200 þúsund
Myndband: Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnunum í kvöld
Gylfi: Skil við Swansea á góðum nótum
Gylfi: Gæti tekið 1-2 ár að spila í Meistaradeildinni
Gylfi: Væri synd að taka föstu leikatriðin frá mér
Gylfi var kynntur með víkingaklappi - Ætlar sjálfur ekki að stjórna því
Koeman hefur reynt að kaupa Gylfa í mörg ár
Gylfi um svakalegt leikjaprógram: Þetta er það sem maður vill gera
Gylfi: Frábært að íslensku félögin fá hluta af upphæðinni
Gylfi: Margir dagar sem maður bjóst við að eitthvað myndi koma upp á
Everton eina liðið sem Gylfi hafði áhuga á - Reyndu við hann í fyrra
Gylfi: Hlakka mjög mikið til að spila með Rooney
Gylfi reiknar með að spila á miðjunni hjá Everton
Gylfi: 14 árum seinna fékk ég loksins samning hérna
Gylfi kominn með treyjunúmer - Tekur númerið af Barry
Stuðningsmenn Swansea í sárum - Farnir að bóka fall
Gylfi þá og nú í Everton búningi
Koeman: Gerðum allt til að fá Gylfa
Gylfi: Þetta er félag með mikinn metnað
Gylfi orðinn leikmaður Everton (Staðfest)
Tottenham græðir vel á sölu Gylfa til Everton
Gylfi tekur föstu leikatriðin af Rooney og Baines
Fréttamaður Sky: Koeman brosti út að eyrum þegar hann talaði um Gylfa
Telur að Everton muni byggja liðið í kringum Gylfa
„Vinnum deildina og Meistaradeildina eftir kaupin á Gylfa"
Gylfi spilar mögulega gegn Manchester City
Koeman um Gylfa: Þurfum mörk í stað Lukaku
Gylfi stóðst læknisskoðun - Skrifar undir í dag
Sjö staðreyndir sem sýna að Gylfi er hverrar krónu virði
Ekki há upphæð ef Gylfi kemur Everton í Meistaradeildina
Svona skiptast milljónir Gylfa - Breiðablik og FH fá 90 milljónir
Ian Wright: Hörmulegt fyrir Swansea að missa Gylfa
Dýrustu fótboltamenn sögunnar - Gylfi verður á topp 40
Athugasemdir
banner
banner
banner