Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 16. ágúst 2021 21:56
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Ánægður með Skagamenn og verkefnið sem þeir lögðu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og að mörgu leiti mjög sáttur með frammistöðuna ef undanskildar eru kannski fyrstu þrjár fjórar mínúturnar sagði ánægður Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 1 sigur á IA í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 ÍA

Já ég viðurkenni það alveg að eftir því sem tíminn leið að þá fór maður að óttast um að við næðum ekki inn þessu marki. Við komumst í fullt af góðum stöðum en náðum ekki að nýta okkur það. Skagamenn voru grimmir og duglegir og vel skipulagðir og gáfu sál sína í þennan leik. Það er ekki auðvelt að brjóta lið sem fer svona neðarlega og gerir það eins vel og Skaginn gerði.

Ég er ánægður með þolinmæðina sem við sýndum. Það hefði verið auðvelt að kýla langt og fara á taugum en mér fannst við ekki gera það. Sem skilaði sér í því að þeir fengu sárafáar sóknir. Því um leið og við hefðum farið að flýta okkur of mikið þá hefði skapast hætta af skyndisóknum, þeir eru með gæja eins og Gísla Laxdal sem er stórhættulegur á stóru svæði.

Ég er ánægður og ég er glaður og er lika bara ánægður með Skagamenn, verkefnið sem þeir lögðu á borð fyrir okkur var krefjandi


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum hér að ofan. Meðal annars um evrópuleikinn á móti Aberdeen og Jason Daða.
Athugasemdir
banner