Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 16. október 2019 21:48
Mist Rúnarsdóttir
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur
Kvenaboltinn
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við stýrðum honum og skoruðum úr færunum okkar. Þetta hefði getað endað með stærri sigri,“ sagði Nadia Nadim, fyrirliði PSG, eftir 4-0 sigur á Breiðablik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

„Við sköpuðum kannski ekki nógu mikið en heilt yfir var þetta góð frammistaða hjá okkur. Við nálguðumst þetta fagmannlega og förum ánægðar aftur til Parísar,“ sagði danska landsliðskonan sem átti góðan leik í framlínu PSG.

Nadia segir að franska liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks og vitað ýmislegt um andstæðingana, þær hafi þó fyrst og fremst hugsað um sinn eigin leik.

„Við vorum búnar að kynna okkur þær og vissum að þær myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þær eiga hraða leikmenn fram á við. Við erum hinvegar með það mikil gæði í okkar liði að við einbeitum okkur mest að okkur sjálfum.“

Breiðablik bíður ærið verkefni í síðari viðureign liðanna en PSG er með fjögurra marka forskot og tekur á móti íslenska liðinu á heimavelli sínum í París þar sem þær eru ósigraðar.

Franska liðið kom til landsins í gær og fer strax aftur heim í nótt.

„Þetta er því miður stutt ferðalag. Ég elska Ísland og á nokkra góða vini héðan. Ég kem pottþétt aftur hingað og gef mér tíma til að skoða landið,“ sagði Nadia sem hefur fulla trú á að PSG geti unnið Meistaradeildina í vor.

„Mér finnst við vera með nógu gott lið til að fara alla leið. Við förum í hvern leik til að vinna og með liðið, breiddina, gæðin, reynsluna, hæfileikana og hungrið sem við búum yfir getum við farið alla leið.“

Nánar er rætt við þessa öflugu knattspyrnukonu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner