Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 16. október 2019 21:48
Mist Rúnarsdóttir
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur
Kvenaboltinn
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við stýrðum honum og skoruðum úr færunum okkar. Þetta hefði getað endað með stærri sigri,“ sagði Nadia Nadim, fyrirliði PSG, eftir 4-0 sigur á Breiðablik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

„Við sköpuðum kannski ekki nógu mikið en heilt yfir var þetta góð frammistaða hjá okkur. Við nálguðumst þetta fagmannlega og förum ánægðar aftur til Parísar,“ sagði danska landsliðskonan sem átti góðan leik í framlínu PSG.

Nadia segir að franska liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks og vitað ýmislegt um andstæðingana, þær hafi þó fyrst og fremst hugsað um sinn eigin leik.

„Við vorum búnar að kynna okkur þær og vissum að þær myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þær eiga hraða leikmenn fram á við. Við erum hinvegar með það mikil gæði í okkar liði að við einbeitum okkur mest að okkur sjálfum.“

Breiðablik bíður ærið verkefni í síðari viðureign liðanna en PSG er með fjögurra marka forskot og tekur á móti íslenska liðinu á heimavelli sínum í París þar sem þær eru ósigraðar.

Franska liðið kom til landsins í gær og fer strax aftur heim í nótt.

„Þetta er því miður stutt ferðalag. Ég elska Ísland og á nokkra góða vini héðan. Ég kem pottþétt aftur hingað og gef mér tíma til að skoða landið,“ sagði Nadia sem hefur fulla trú á að PSG geti unnið Meistaradeildina í vor.

„Mér finnst við vera með nógu gott lið til að fara alla leið. Við förum í hvern leik til að vinna og með liðið, breiddina, gæðin, reynsluna, hæfileikana og hungrið sem við búum yfir getum við farið alla leið.“

Nánar er rætt við þessa öflugu knattspyrnukonu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner