Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 16. október 2019 21:48
Mist Rúnarsdóttir
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur
Kvenaboltinn
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við stýrðum honum og skoruðum úr færunum okkar. Þetta hefði getað endað með stærri sigri,“ sagði Nadia Nadim, fyrirliði PSG, eftir 4-0 sigur á Breiðablik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

„Við sköpuðum kannski ekki nógu mikið en heilt yfir var þetta góð frammistaða hjá okkur. Við nálguðumst þetta fagmannlega og förum ánægðar aftur til Parísar,“ sagði danska landsliðskonan sem átti góðan leik í framlínu PSG.

Nadia segir að franska liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks og vitað ýmislegt um andstæðingana, þær hafi þó fyrst og fremst hugsað um sinn eigin leik.

„Við vorum búnar að kynna okkur þær og vissum að þær myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þær eiga hraða leikmenn fram á við. Við erum hinvegar með það mikil gæði í okkar liði að við einbeitum okkur mest að okkur sjálfum.“

Breiðablik bíður ærið verkefni í síðari viðureign liðanna en PSG er með fjögurra marka forskot og tekur á móti íslenska liðinu á heimavelli sínum í París þar sem þær eru ósigraðar.

Franska liðið kom til landsins í gær og fer strax aftur heim í nótt.

„Þetta er því miður stutt ferðalag. Ég elska Ísland og á nokkra góða vini héðan. Ég kem pottþétt aftur hingað og gef mér tíma til að skoða landið,“ sagði Nadia sem hefur fulla trú á að PSG geti unnið Meistaradeildina í vor.

„Mér finnst við vera með nógu gott lið til að fara alla leið. Við förum í hvern leik til að vinna og með liðið, breiddina, gæðin, reynsluna, hæfileikana og hungrið sem við búum yfir getum við farið alla leið.“

Nánar er rætt við þessa öflugu knattspyrnukonu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner