Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 16. október 2019 21:48
Mist Rúnarsdóttir
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur
Kvenaboltinn
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við stýrðum honum og skoruðum úr færunum okkar. Þetta hefði getað endað með stærri sigri,“ sagði Nadia Nadim, fyrirliði PSG, eftir 4-0 sigur á Breiðablik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

„Við sköpuðum kannski ekki nógu mikið en heilt yfir var þetta góð frammistaða hjá okkur. Við nálguðumst þetta fagmannlega og förum ánægðar aftur til Parísar,“ sagði danska landsliðskonan sem átti góðan leik í framlínu PSG.

Nadia segir að franska liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks og vitað ýmislegt um andstæðingana, þær hafi þó fyrst og fremst hugsað um sinn eigin leik.

„Við vorum búnar að kynna okkur þær og vissum að þær myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þær eiga hraða leikmenn fram á við. Við erum hinvegar með það mikil gæði í okkar liði að við einbeitum okkur mest að okkur sjálfum.“

Breiðablik bíður ærið verkefni í síðari viðureign liðanna en PSG er með fjögurra marka forskot og tekur á móti íslenska liðinu á heimavelli sínum í París þar sem þær eru ósigraðar.

Franska liðið kom til landsins í gær og fer strax aftur heim í nótt.

„Þetta er því miður stutt ferðalag. Ég elska Ísland og á nokkra góða vini héðan. Ég kem pottþétt aftur hingað og gef mér tíma til að skoða landið,“ sagði Nadia sem hefur fulla trú á að PSG geti unnið Meistaradeildina í vor.

„Mér finnst við vera með nógu gott lið til að fara alla leið. Við förum í hvern leik til að vinna og með liðið, breiddina, gæðin, reynsluna, hæfileikana og hungrið sem við búum yfir getum við farið alla leið.“

Nánar er rætt við þessa öflugu knattspyrnukonu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir