Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 16. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Zabaleta leggur skóna á hilluna
Argentínski bakvörðurinn Pablo Zabaleta hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára að aldri.

Zabaleta yfirgaf West Ham í sumar en hann lék þrettán leiki á síðasta tímabili.

Zabaleta spilaði 333 leiki á níu árum með Manchester City en hann varð tvisvar enskur meistari með liðinu, einu sinni bikarmeistari auk þess sem hann vann deildabikarinn tvisvar.

„Eftir 18 ár sem atvinnumaður í fótbolta ákvað ég að hætta," sagði Zabaleta á Twitter í dag. „Þetta hafa verið yndisleg ár sem gáfu mér tækifæri til að njóta einstakra og ógleymanlegra augnablika."

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferli Zabaleta.


Athugasemdir
banner
banner