
„Bara svekkjandi, okkur er refsað svakalega illa þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér finnst við byrja leikinn nokkuð vel og skorum fínt mark en eftir það finnst mér við detta aðeins of aftarlega og gefa þeim of mikið pláss til að komast inná okkar vallarhelming. Þá eiga þeir svona augnablik í leiknum þar sem þeir eru að þjarma að okkur þangað til þeir skora og síðan kemur þessi vítaspyrnudómur.“
Sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands um tilfinnguna eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu í Bratislava fyrr í kvöld.
Sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands um tilfinnguna eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu í Bratislava fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Slóvakía 4 - 2 Ísland
Vítaspyrnan sem Sverrir minnist á var dæmd eftir VAR skoðun Craig Pawson dómara leikins sem fékk atvikið spilað hægt fyrir sig. Íslendingar á samfélagsmiðlum voru langt í frá sáttir við dóminn en hvað með Sverri? Var hann búinn að sjá atvikið aftur?
„Ég hef ekki séð þetta og ég held að það skipti engu máli frá hversu mörgum sjónarhornum ég sé þetta. Þetta er bara ekki víti fyrir mér þarna. Dómarinn er alveg ofan í þessu þegar þetta gerist en við verðum bara að lifa við þetta. Það eru bara einhverjir kallar sem eru upp í herbergi sem taka ákvarðanir um þetta.“
Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Slóvakíu en ekki var langt liðið af þeim síðari þegar þeir höfðum bætt við tveimur mörkum og leikurinn því sem næst búinn í stöðunni 4-1 fyrir Slóvaka.
„Í seinni hálfleik þá bara byrjum við hann ekki því miður. Fáum tvö mörk í andlitið á fyrstu fimm mínútunum og eftir það er þetta bara mjög erfitt. Of auðvelt hvernig þessi tvö mörk koma í upphafi seinni hálfleiks og á þessu stigi getum við bara ekki leyft okkur að sofna svona á verðinum.“
Eftir einhverja jákvæða punkta í síðasta landleikjaglugga er þessi leikur talsvert högg fyrir liðið sem ætlaði sér meira.
„Já algjörlega sérstaklega eftir hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá er þetta bara 50-50 leikur og inn í seinni hálfleik erum við 2-1 undir en með helling til að spila fyrir. Þetta gerist líka gegn Lúxemborg þar sem við erum yfir en fáum á okkur mark snemma í seinni hálfleiknum og missum taktinn þar. Ég hef engir skýringar á því sem gerist en við þurfum að líta inn á við því við vitum að við gerum mikið betur.“
Sagði Sverrir Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir