fös 17. janúar 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Getafe skoraði þrjú gegn Leganes
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leganes 0 - 3 Getafe
0-1 Leandro Cabrera ('12)
0-2 Allan Nyom ('21)
0-3 Jaime Mata ('33)
Rautt spjald: Ruben Perez, Leganes ('90)

Getafe heimsótti Leganes í eina leik dagsins í spænska boltanum og uppskar öruggan sigur.

Getafe skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Leandro Cabrera með skalla eftir aukaspyrnu Denis Suarez og svo tvöfaldaði Allan Nyom, fyrrum leikmaður Watford og West Brom, forystuna með skalla eftir góða fyrirgjöf.

Jaime Mata fullkomnaði svo sigurinn með auðveldu marki eftir skyndisókn.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, gestirnir nýttu færin sín einfaldlega betur.

Heimamenn héldu boltanum vel í síðari hálfleik en náðu ekki að finna glufur á sterkri vörn Getafe.

Ruben Perez, miðjumaður heimamanna, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin. Hann fékk gult spjald fyrir brot og annað gult fyrir að rífa upp fórnarlambið og ýta öðrum andstæðingi svo í jörðina.

Getafe er í fimmta sæti eftir sigurinn, með 33 stig eftir 20 umferðir. Leganes er áfram í fallsæti, með 14 stig.
Athugasemdir
banner