Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 11. apríl 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 1. umferðar Mjólkurbikars karla og fær hann að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Frosti skoraði sjö mörk þegar Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 20-0 sigur gegn Afríku.

„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Frosti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hvernig var að spila þennan ótrúlega leik?

„Þetta var bara mjög áhugavert. Við vissum að þetta yrði kannski ekki eins og leikirnir sem við munum spila í 2. deildinni í sumar. Við reyndum samt sem áður bara að undirbúa okkur eins og við værum að fara í þannig leik. Við mættum allir klárir, tókum alvöru upphitun og vorum með fókus."

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður gerir sjö mörk í leik, en þarna gerðist það.

„Þetta er fyrsta sjöan á ferlinum en það er spurning hvort það komi önnur í sumar," sagði Frosti léttur.

Frosti er öflugur kantmaður sem gekk í raðir Hauka í vetur eftir að hafa hjálpað Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hann spilaði svo með Fylki í efstu deild á síðustu leiktíð en markmiðið í sumar er að hjálpa Haukum að komast loksins upp úr 2. deild.

„Ég ætla að hjálpa Haukum að komast upp í Lengjudeildina. Haukar eru búnir að vera alltof lengi í 2. deild," sagði Frosti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner