Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 11. apríl 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Fagnar hér marki gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 1. umferðar Mjólkurbikars karla og fær hann að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Frosti skoraði sjö mörk þegar Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu 20-0 sigur gegn Afríku.

„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Frosti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hvernig var að spila þennan ótrúlega leik?

„Þetta var bara mjög áhugavert. Við vissum að þetta yrði kannski ekki eins og leikirnir sem við munum spila í 2. deildinni í sumar. Við reyndum samt sem áður bara að undirbúa okkur eins og við værum að fara í þannig leik. Við mættum allir klárir, tókum alvöru upphitun og vorum með fókus."

Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður gerir sjö mörk í leik, en þarna gerðist það.

„Þetta er fyrsta sjöan á ferlinum en það er spurning hvort það komi önnur í sumar," sagði Frosti léttur.

Frosti er öflugur kantmaður sem gekk í raðir Hauka í vetur eftir að hafa hjálpað Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hann spilaði svo með Fylki í efstu deild á síðustu leiktíð en markmiðið í sumar er að hjálpa Haukum að komast loksins upp úr 2. deild.

„Ég ætla að hjálpa Haukum að komast upp í Lengjudeildina. Haukar eru búnir að vera alltof lengi í 2. deild," sagði Frosti.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner