Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Tottenham sungu „Þetta gerðist aftur"
Mynd: Getty Images
Tottenham nældi sér í stig gegn Manchester City á Etihad leikvanginum í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

Man City hafði komist yfir í tvígang í leiknum og náði Tottenham að jafna með mörkum úr tveimur af þremur marktilraunum sínum í öllum leiknum.

Til samanburðar áttu heimamenn 30 marktilraunir en inn vildi boltinn ekki. Gabriel Jesus kom inn af bekknum og setti knöttinn í netið en markið ekki dæmt gilt eftir athugun með myndbandstækni.

Boltinn hafði farið í hendi Aymeric Laporte í aðdragandanum og dæmdi dómarinn því aukaspyrnu fyrir Tottenham.

Þetta vakti mikla kátínu hjá stuðningsmönnum Tottenham sem komust áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vor eftir að myndbandstæknin var notuð til að dæma mark af City í uppbótartíma.




Athugasemdir
banner
banner
banner