Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 17. ágúst 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég gæti ekki verið ánægðari með lífið en núna"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki.
Blikar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í einvígið gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni, eftir nauman sigur á ÍA í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Aberdeen vann báða leikina með einu marki og er félagið núna einu skrefi frá riðlakeppninni. Á meðan er ævintýri Blika í Evrópukeppninni á enda komið.

Seinni leikurinn var í Skotlandi og hefðu Blikar svo sannarlega getað unnið hann, með því að nýta færin sem þeir fengu. Þeir gerðu það hins vegar ekki og því fór sem fór.

Óskar Hrafn talaði ekki vel um Aberdeen í skoskum fjölmiðlum eftir seinni leikinn. Hann vandaði fyrirliðanum Scott Brown og markverðinum Joe Lewis ekki kveðjurnar.

„Scott Brown má segja það sem hann vill en hann má ekki koma inn í klefann okkar og áreita leikmennina okkar," sagði Óskar en hann var meira spurður út í þetta eftir sigurinn gegn ÍA í gær.

„Ég er stoltur af liðinu mínu í þessum tveimur leikjum. Ég get haldið langan fyrirlestur um hvað mér finnst um andstæðinga okkar. Ég hef sagt það sem ég þarf að segja," sagði Óskar.

„Það sem upp úr þessu stendur er að við lærðum helling af þessu. Ég treysti því að liðið taki lærdóminn með sér í það sem er eftir af þessu tímabili, og svo áfram. Það var dýrmætt að fá sex leiki sem skiptu miklu máli og reyndu á menn. Ég gæti ekki verið ánægðari með lífið en núna."

Óskar gagnrýndi Aberdeen fyrir þeirra spilamennsku eftir fyrri leikinn. Hann sagði liðið lélegt og að þeir hefðu ekki reynt að spila fótbolta. Skagamenn voru mjög varnarsinnaðir í gær. Þór Bæring Ólafsson, blaðamaður Morgunblaðsins, spurði Óskar hvort ÍA hefði verið að spila svipaðan leik og Aberdeen.

„Þú munt aldrei fá mig til að gagn­rýna ís­lensk fót­boltalið fyr­ir það hvernig þau nálg­ast leik­ina. Við verðum að átta okk­ur á því að Aber­deen er skokst at­vinnu­mannalið með 1500 milj­ón­ir í laun­kostnað á ári þannig að þeir áttu bara skilið að fá að heyra það. Mér fannst Skag­inn bara gera þetta vel. Þeir gerðu það sem þeir töldu að þeir þyrftu að gera til að ná úr­slit­um hérna og eins og ég sagði áðan þá fannst mér þeir setja verðugt verk­efni á borðið hjá okk­ur sem var að leysa þetta lág­blokk," sagði Óskar við Morgunblaðið.
Óskar Hrafn: Ánægður með Skagamenn og verkefnið sem þeir lögðu fyrir okkur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner