Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 18. mars 2025 23:15
Kári Snorrason
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals, Orri kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Þetta var flottur leikur, óheppnir að lenda manni undir. Menn stigu upp alls staðar á vellinum, hvort sem það var markvörður okkar að verja víti eða menn að hlaupa fyrir hvorn annan."

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli eftir um hálftíma leiks.

„Mér fannst Ömmi vera á undan í boltann og verið að gera sig breiðann. Ég held að hann hafi ekki verið að gefa neinum olnbogaskot viljandi. Hann (dómarinn) vildi meina að Ömmi hafi farið í hann og slegið eitthvað til hans, ég held að það sé bara ekki rétt."

„Við höldum okkar skipulagi, hvort sem við erum manni færri eða ekki. Skorum bæði mörkin úr föstum leikatriðum, gerðum vel þar."

Valur hefur verið að spila með þriggja manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu.

„Það er flott, ákveðið fyrirbæri sem mörg lið eru búin að gera. Við erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur. Við erum líka að fá fleiri nýja leikmenn sem líta vel út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir