PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 18. mars 2025 23:15
Kári Snorrason
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Orri er ánægður með úrslit dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Orri Sigurður Ómarsson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals, Orri kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Þetta var flottur leikur, óheppnir að lenda manni undir. Menn stigu upp alls staðar á vellinum, hvort sem það var markvörður okkar að verja víti eða menn að hlaupa fyrir hvorn annan."

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli eftir um hálftíma leiks.

„Mér fannst Ömmi vera á undan í boltann og verið að gera sig breiðann. Ég held að hann hafi ekki verið að gefa neinum olnbogaskot viljandi. Hann (dómarinn) vildi meina að Ömmi hafi farið í hann og slegið eitthvað til hans, ég held að það sé bara ekki rétt."

„Við höldum okkar skipulagi, hvort sem við erum manni færri eða ekki. Skorum bæði mörkin úr föstum leikatriðum, gerðum vel þar."

Valur hefur verið að spila með þriggja manna varnarlínu á undirbúningstímabilinu.

„Það er flott, ákveðið fyrirbæri sem mörg lið eru búin að gera. Við erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur. Við erum líka að fá fleiri nýja leikmenn sem líta vel út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner