Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 18. apríl 2019 19:56
Hafliði Breiðfjörð
Pétur: Rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta
Kvenaboltinn
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fram og til baka fannst mér. Mér fannst við fá fullt af ágætis færum til að setja fleiri mörk. Þetta var hörkuleikur, Blikar eru með gott lið og eru meistarar," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Breiðablik


Nú styttist í Íslandsmótið og ég spurði Pétur hvert markmiðið væri í sumar, ætlar Valur að berjast um titilinn?

„Við stefnum það og ælum að reyna það. Það eru fleiri lið en við. Ég veit meira en ég gerði í fyrra og það hafa mörg lið bætt við sig og þar á meðal við. Þetta verður erfið og sterk deild í sumar."

Elísa Viðarsdóttir var ekki með Val í dag en að öðru leiti eru allar heilar. Pétur sagði að hún yrði ekki lengi frá keppni.

„Hópurinn hjá mér er nokkuð góður líkamlega. Miklu betri en á sama tíma í fyrra. Ég fékk liðið ekki almennnilega inn í fyrra fyrr en í apríl / maí en þetta lið hef ég haft saman síðan í nóvember. Það er allt annað stand á þeim núna en í fyrra," sagði Pétur sem hefur fengið tíma til undirbúnings í vetur til að kynnast kvennaboltanum og móta sitt eigið lið núna.
„Þú getur kennt mér um ef það klikkar," sagði Pétur. „Mér finnst þetta skemmtilegt og rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta. Það er gaman að sjá það. Ég fylgdist ekki vel með því á sínum tíma þó ég hafi fylgst með landsliðinu. Það eru margar rosalega efnilegar stelpur á Íslandi."
Athugasemdir
banner