Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 18. apríl 2019 19:56
Hafliði Breiðfjörð
Pétur: Rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta
Kvenaboltinn
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fram og til baka fannst mér. Mér fannst við fá fullt af ágætis færum til að setja fleiri mörk. Þetta var hörkuleikur, Blikar eru með gott lið og eru meistarar," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Breiðablik


Nú styttist í Íslandsmótið og ég spurði Pétur hvert markmiðið væri í sumar, ætlar Valur að berjast um titilinn?

„Við stefnum það og ælum að reyna það. Það eru fleiri lið en við. Ég veit meira en ég gerði í fyrra og það hafa mörg lið bætt við sig og þar á meðal við. Þetta verður erfið og sterk deild í sumar."

Elísa Viðarsdóttir var ekki með Val í dag en að öðru leiti eru allar heilar. Pétur sagði að hún yrði ekki lengi frá keppni.

„Hópurinn hjá mér er nokkuð góður líkamlega. Miklu betri en á sama tíma í fyrra. Ég fékk liðið ekki almennnilega inn í fyrra fyrr en í apríl / maí en þetta lið hef ég haft saman síðan í nóvember. Það er allt annað stand á þeim núna en í fyrra," sagði Pétur sem hefur fengið tíma til undirbúnings í vetur til að kynnast kvennaboltanum og móta sitt eigið lið núna.
„Þú getur kennt mér um ef það klikkar," sagði Pétur. „Mér finnst þetta skemmtilegt og rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta. Það er gaman að sjá það. Ég fylgdist ekki vel með því á sínum tíma þó ég hafi fylgst með landsliðinu. Það eru margar rosalega efnilegar stelpur á Íslandi."
Athugasemdir
banner