Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 18. apríl 2019 19:56
Hafliði Breiðfjörð
Pétur: Rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta
Kvenaboltinn
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fram og til baka fannst mér. Mér fannst við fá fullt af ágætis færum til að setja fleiri mörk. Þetta var hörkuleikur, Blikar eru með gott lið og eru meistarar," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Breiðablik


Nú styttist í Íslandsmótið og ég spurði Pétur hvert markmiðið væri í sumar, ætlar Valur að berjast um titilinn?

„Við stefnum það og ælum að reyna það. Það eru fleiri lið en við. Ég veit meira en ég gerði í fyrra og það hafa mörg lið bætt við sig og þar á meðal við. Þetta verður erfið og sterk deild í sumar."

Elísa Viðarsdóttir var ekki með Val í dag en að öðru leiti eru allar heilar. Pétur sagði að hún yrði ekki lengi frá keppni.

„Hópurinn hjá mér er nokkuð góður líkamlega. Miklu betri en á sama tíma í fyrra. Ég fékk liðið ekki almennnilega inn í fyrra fyrr en í apríl / maí en þetta lið hef ég haft saman síðan í nóvember. Það er allt annað stand á þeim núna en í fyrra," sagði Pétur sem hefur fengið tíma til undirbúnings í vetur til að kynnast kvennaboltanum og móta sitt eigið lið núna.
„Þú getur kennt mér um ef það klikkar," sagði Pétur. „Mér finnst þetta skemmtilegt og rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta. Það er gaman að sjá það. Ég fylgdist ekki vel með því á sínum tíma þó ég hafi fylgst með landsliðinu. Það eru margar rosalega efnilegar stelpur á Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner