Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 18. apríl 2019 19:56
Hafliði Breiðfjörð
Pétur: Rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta
Kvenaboltinn
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fram og til baka fannst mér. Mér fannst við fá fullt af ágætis færum til að setja fleiri mörk. Þetta var hörkuleikur, Blikar eru með gott lið og eru meistarar," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Breiðablik


Nú styttist í Íslandsmótið og ég spurði Pétur hvert markmiðið væri í sumar, ætlar Valur að berjast um titilinn?

„Við stefnum það og ælum að reyna það. Það eru fleiri lið en við. Ég veit meira en ég gerði í fyrra og það hafa mörg lið bætt við sig og þar á meðal við. Þetta verður erfið og sterk deild í sumar."

Elísa Viðarsdóttir var ekki með Val í dag en að öðru leiti eru allar heilar. Pétur sagði að hún yrði ekki lengi frá keppni.

„Hópurinn hjá mér er nokkuð góður líkamlega. Miklu betri en á sama tíma í fyrra. Ég fékk liðið ekki almennnilega inn í fyrra fyrr en í apríl / maí en þetta lið hef ég haft saman síðan í nóvember. Það er allt annað stand á þeim núna en í fyrra," sagði Pétur sem hefur fengið tíma til undirbúnings í vetur til að kynnast kvennaboltanum og móta sitt eigið lið núna.
„Þú getur kennt mér um ef það klikkar," sagði Pétur. „Mér finnst þetta skemmtilegt og rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta. Það er gaman að sjá það. Ég fylgdist ekki vel með því á sínum tíma þó ég hafi fylgst með landsliðinu. Það eru margar rosalega efnilegar stelpur á Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner